0

Myndband: Marvin Vettori brjálaður út í Roberson fyrir að hafa ekki náð vigt

Marvin Vettori átti að mæta Karl Roberson í kvöld á UFC bardagakvöldinu í Jacksonville. Roberson náði ekki vigt og var Vettori brjálaður.

Marvin Vettori hefur verið óheppinn í kórónuveirufaraldrinum. Vettori átti upphaflega að mæta Darren Stewart á UFC bardagakvöldinu í London 21. mars. Vettori, sem er búsettur í Bandaríkjunum, var kominn til London þegar UFC ákvað að hætta við bardagakvöldið. Vettori flaug aftur heim til Bandaríkjanna en þegar hann var kominn þangað komst hann að því að Stewart hefði fengið bardaga á Cage Warriors sömu helgi. Hefði Vettori haldið kyrru fyrir hefði hann getað mætt Stewart í Cage Warriors.

Vettori fékk síðan bardaga við Karl Roberson þann 25. apríl. Vegna kórónaveirunnar féll bardagakvöldið niður en bardaginn var bókaður aftur á UFC bardagakvöldið nú í kvöld.

Í gær náði Roberson hins vegar ekki vigt en hann var 1,5 pundi yfir. Í dag þurfti Roberson síðan að draga sig úr bardaganum vegna veikinda.

Vettori var því enn á ný án bardaga og var gjörsamlega brjálaður þegar hann sá Roberson á hóteli bardagamanna í dag.

Vettori vonast eftir að fá bardaga á laugardaginn þegar þriðja bardagakvöld UFC á átta dögum fer fram.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.