0

Met í fjölda veðmála á UFC 249

Það var greinilegt að íþróttaaðdáendur voru þyrstir í íþróttir í faraldinum. Nokkrar veðmálasíður hafa greint frá því að met hafi fallið um síðustu helgi í fjölda veðmála.

Veðmálasíðurnar Bovada, DraftKings og Pointsbet USA hafa greint frá því að aldrei áður hafi svo margir veðjað á UFC bardaga eins um helgina. Þar sem lítið er um íþróttaviðburði í heiminum þessa stundina voru greinilega fleiri að veðja á UFC bardaga heldur en áður.

Hjá Bovada var fyrra metið á UFC 229 þegar Conor McGregor mætti Khabib Nurmagomedov. Fyrra metið hjá Pointsbet USA var þegar Conor mætti Donald Cerrone í janúar en metið hjá DraftKings féll áður en aðalhluti bardagakvöldsins byrjaði.

Það verður áhugavert að sjá hve margir veðja á bardagakvöldið í kvöld og á laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.