spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJFjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn

Fjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn

Fjórir keppendur frá Mjölni keppa á ADCC úrtökumótinu á laugardaginn. Mótið er gríðarlega sterkt og mega glímumennirnir eiga von á harðri keppni.

ADCC European, Middle East & African trials fara fram á laugardaginn í Poznan í Póllandi og er mótið firna sterkt. 317 keppendur í 7 flokkum keppast um að tryggja sér sæti á ADCC, sterkasta uppgjafarglímumót heims, sem haldið er á tveggja ára fresti. Aðeins sigurvegararnir í hverjum flokki á laugardaginn fá farseðil á ADCC og eru því keppendurnir 317 að keppa um 7 sæti.

ADCC í ár fer fram í Las Vegas í september. Auk sigurvegaranna á úrtökumótunum býður ADCC þeim allra bestu og þekktum keppendum á mótið. Gunnar Nelson fékk einmitt slíkt boð 2009 og 2011 og hafnaði í 4. sæti 2009.

Kristján Helgi, Valentin Fels, Ómar Yamak og Brynjólfur Ingvarsson keppa á mótinu um helgina. Kristján keppir í -99 kg flokki þar sem eru 30 keppendur. Kristján mætir Julian Stonjek í fyrstu umferð en hann lentií 4. sæti á síðasta ADCC European trials.

Valentin, Ómar og Brynjólfur keppa í -77 kg flokki sem er stærsti flokkur mótsins. Þar eru 80 keppendur og því ljóst að sigurvegarinn þarf að vinna að minnsta kosti 6 glímur til að vinna flokkinn. Ómar verður fyrstur af okkar strákum í flokknum en hann mætir Josef Chen. Chen er aðeins 17 ára gamall og æfir hjá B-Team í Texas. Chen er með ágætis hæp á bakvið sig þessa dagana frá mönnum á borð við Craig Jones.

Brynjólfur situr hjá í fyrstu umferð en mætir Anukskii Nurmagomed í 2. umferð. Nurmagomed er dottinn af léttasta skeiði en er formaður BJJ sambandsins í Moskvu og rekur sinn eiginn bardagaklúbb. Valentin situr líka hjá í fyrstu umferð en mætir sigurvegaranum úr viðureign Ceban Dumitru og Jay Herridge. Valentin hafnaði í 3. sæti á ADCC trials 2019 eftir frábæra frammistöðu þar.

Áskrifendur Flograppling geta horft á mótið hér og hefjast fyrstu glímur kl. 9 á laugardagsmorgni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular