0

Floyd um Conor bardagann: Við erum mjög, mjög nálægt

Sagan endalausa um mögulegan boxbardaga Conor McGregor gegn Floyd Mayweather hreyfist hægt og rólega áfram. Nú á Conor McGregor að vera staddur í Las Vegas til að ræða við Floyd og hans lið.

Floyd Mayweather sagði við Stephen A. Smith hjá ESPN á körfuboltaleik á dögunum að bardaginn gegn Conor færist nær og nær. „Við erum mjög, mjög nálægt, við erum að nálgast þetta,“ á hann að hafa sagt við Smith.

Conor McGregor er sagður vera í Las Vegas til að afgreiða ýmis málefni.

Planið er að hitta íþróttasamband Nevada fylkis (NAC) til að afgreiða sektina sem hann fékk fyrir sinn þátt í flöskukaststríðinu gegn Nate Diaz. Þegar það hefur verið afgreitt ætti hann að geta fengið keppnisleyfi í boxi í Nevada fylki líkt og hann fékk nýlega í Kaliforníu.

Þá ætlar hann einnig að hitta TMT (The Money Team Floyd Mayweather) og svo eiga fund með UFC samkvæmt Ariel Helwani.

Stærsta hindrunin er UFC en bardagasamtökin vilja sinn hluta af kökunni sem verður ansi stór. Anthony Marnell, stjórnarformaður íþróttasambands Nevada fylkis, segir að það sé mikið að gerast á bakvið tjöldin. „Þetta virðist vera langsótt en þegar svona háar fjárhæðir eru í húfi leysast málin yfirleitt. Það eru margir kokkar í eldhúsinu en ég er ekki svo viss um að við fáum að éta,“ sagði Marnell við ESPN.

„Ég get staðfest að alvöru menn eru að eiga alvöru samræður. En sem stjórnarformaður get ég sagt að ansi mikið þurfi að gerast til að þetta verði að veruleika þar sem svo margir vilja fá sinn hlut. Kannski verður þetta leyst en það verður erfitt þegar allir vilja 100 milljónir dollara.“

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.