spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 stærstu deilurnar í MMA

Föstudagstopplistinn: 5 stærstu deilurnar í MMA

Við hér á MMA fréttum ætlum að vera með fastan lið sem kallast Föstudagstopplistinn. Í gegnum tíðina hafa verið miklir rígar milli bardagamanna og deilur átt sér stað. Oft er þetta þó gert til að kynna bardagann en stundum eru deilurnar og rígarnir meira en það. Hér má sjá topp 5 stærstu deilurnar í MMA. Undirritaður valdi listann og endurspeglar ekki skoðanir annarra á vefsíðunni.

5. Quinton „Rampage“ Jackson gegn Wanderlei Silva 

Jackson byrjaði atlögu sína að PRIDE millivigtar belti Wanderlei Silva árið 2003. Fyrir þá sem ekki vita þá var millivigt í Pride -92 kg flokkur en sá flokkur kallast léttþungavigt í flestum bardagakeppnum í dag. Jackson sigraði Murilo Bustamante eftir dómaraúrskurð og þremur mánuðum síðar sigraði hann Chuck Liddell og fékk í kjölfarið titilbardaga gegn Silva. Bardaginn var titlaður sem bardagi ársins og var gríðarlega mikil eftirvænting meðal MMA áhugamanna.

Í fyrsta bardaga þeirra sigraði Silva eftir að hafa hnjáað Jackson um það bil 20 sinnum í andlitið og sparkaði svo nokkrum sinnum í haus hans þegar Rampage var liggjandi en það var leyfilegt í Pride. Í næsta bardaga sigraði Silva með einu grófasta rothöggi sem sögur fara af. Aftur hnjáaði Silva Bandaríkjamanninn í hausinn og Jackson lá óvígur eftir í hringnum.

Þriðji og síðasti bardagi þeirra fór fram í UFC þar sem Wanderlei Silva sagði fyrir bardagann að hann væri ekki að berjast við Jackson út af peningunum heldur vegna ánægju. Jackson sigraði þriðja bardagann með vinstri krók sem hann fylgdi eftir með nokkrum höggum þegar Silva lá óvígur á gólfi átthyrningsins. Wanderlei hefur gefið það út að hann vonast eftir að fá fjórða bardagann og það yrði jafnframt seinasti bardagi ferilsins.

4. Frank Mir gegn Brock LesnarBrock Lesnar, Frank Mir

Brock Lesnar skaust upp á MMA sjónarsviðið gríðarlega fljótt en hann var stór stjarna í fjölbragðaglímunni í WWE. Eftir aðeins einn MMA bardaga sannfærði hann Dana White um að fá að berjast í UFC. Fyrsti bardagi hans var gegn BJJ snillingnum Frank Mir. Í byrjun bardagans leit út fyrir að Lesnar væri á góðri leið með að klára bardagann en Frank Mir var ekki á sama máli. Eftir að dómarinn lét þá standa upp náði Mir hnélás á Lesnar sem gafst upp.

Næsti bardagi fór fram á einu stærsta kvöldi UFC allra tíma, UFC 100. Heitt var á milli þeirra en fyrir bardagann lét Mir hafa eftir sér að hann vonaðist til þess að fyrsta dauðsfallið í MMA yrði að veruleika á UFC 100. Lesnar sigraði seinni bardaga þeirra með höggum og eftir að hafa gjörsigrað Mir fór hann aftur og öskraði einhvern óþverra framan í hann.

3. Tito Ortiz gegn Ken Shamrock

Á fyrri árum UFC var Tito Ortiz ein skærasta stjarna MMA. Allir elskuðu að hata Ortiz og hann hataði alla. Tito og Ken skiptust á orðum eins og engin væri morgundagurinn fyrir alla þrjá bardagana. Tito sigraði alla þrjá bardagna með höggum eða þegar hornið hjá Shamrock stoppaði bardagann. Bardagarnir höfðu mikilvægt gildi fyrir uppvöxt MMA en þetta voru fyrstu bardagarnir sem gátu dregið mörg augu að einum bardaga.

2. Anderson Silva gegn Chael Sonnen

Það kannast flestir við orðaskipti Chael Sonnen og Anderson Silva en Sonnen er gríðarlega orðheppin. Silva sigraði báða bardagana en fyrri bardaginn er einn eftirminnilegasti bardagi allra tíma. Sonnen tók Silva ítrekað niður og lét höggin dynja á honum allar fimm loturnar. Það var ekki fyrr en tvær mínútur voru eftir af fimmtu og síðustu lotunni sem Silva náði að læsa „triangle“ hengingu á Sonnen sem þurfti að gefast upp. Sonnen hefur tapað með „triangle“ hengingu í fjögur skipti á ferlinum. Seinni bardagann sigraði Silva með höggum í 2. lotu.

Sonnen var duglegur að kynna bardagann með allskyns móðgunum og uppátækjum. Meðal annars bjó hann til sögu um að Silva hefði verið að leika sér í drullupolli á meðan hann var að nota nýjustu tækni. Þar er hann að móðga Brasilíubúa fyrir að vera minna efnaðir en Bandaríkjamenn.

1. Tito Ortiz gegn Chuck Liddell

Að mínu mati stærsta deila allra tíma, fyrrverandi vinir og æfingafélagar. Eftir langar viðræður þá náðust loksins samningar og bardaginn varð að veruleika. Ástæðan fyrir að viðræður tóku um það bil ár eru á reyki. Ortiz vildi meina að sem vinir hefðu þeir gert samning um að berjast aldrei gegn hvor öðrum en Liddell sagði að sá samningur hefði aldrei verið gerður. Fyrir fyrsta bardaga milli þeirra höfðu báðir tapað í seinasta bardaga sínum en Liddell hafði tapað gegn Quinton „Rampage“ Jackson og Ortiz gegn Randy Couture.

Í fyrsta bardaga þeirra var heitt í hamsi og eftir fyrstu lotu ýtti Ortiz dómaranum í Liddell og þeir skiptust á orðum en fyrr í lotunni hafði Ortiz verið að beita sér með því að slá sig í hausinn eftir að Liddel hafi reynt að kýla hann. Þetta átti ekki eftir að vera til neins þar sem Liddel náði mörgum höggum á Ortiz og vann sigur með rothöggi.

Eftir bardagann sagði Ortiz að putti hefði farið í augað á honum og það sé ástæðan fyrir að hann tapaði en Ortiz er þekktur fyrir afsakanir þegar hann tapar.

Seinni bardagi þeirra var heilum tveimur og hálfu árum seinna en þá var Liddell ríkjandi meistari í léttþungavigt. Liddell sigraði þann bardaga aftur með höggum þar sem Ortiz gat ekki varið sig. Ortiz gaf út auðvitað að löpp hans hefði brotnað þegar hann sparkaði í Liddell en röntgenmyndir sýndu að svo var ekki.

Í dag eru margir sem þakka þeim Chuck Liddell og Tito Ortiz fyrir að gera MMA vinsælt ásamt þeim Stephan Bonnar og Forrest Griffin.

Deilur sem vert er að minnast á eru: Dominick Cruz gegn Urijah Faber, Kazushi Sakuraba gegn Gracie fjölskyldunni, Frank Trigg gegn Matt Hughes, Tito Ortiz gegn öllum, Ronda Rousey gegn Miesha  Tate og Quinton „Rampage“ Jackson gegn Rashad Evans.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular