spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 bardagamenn sem komu inn í UFC með enga reynslu

Föstudagstopplistinn: 5 bardagamenn sem komu inn í UFC með enga reynslu

Eins og flestum bardagaáhugamönnum er kunnugt um samdi UFC við fyrrum fjölbragðaglímukappann CM Punk þrátt fyrir að hann hafi enga reynslu í MMA. Af því tilefni ætlum við að nefna fimm bardagamenn sem komu í UFC með bardagaskorið 0-0.

Á listanum miðum við við Zuffa tímabilið (þ.e. frá 2001). Á fyrstu árum UFC voru eðlilega margir bardagakappar að stíga sín fyrstu skref í MMA þegar þeir tóku sína fyrsta bardaga og því ætlum við að sleppa því tímabili. Nú er landslagið annað og því komast menn á borð við Randy Couture, Chuck Liddell og Tito Ortiz ekki á listann þrátt fyrir að hafa barist sína fyrstu bardaga í UFC.

UFC118WeighIn_James_Toney
James Toney, 42 ára gamall í sínum fyrsta UFC bardaga.

5. James Toney (0-1) UFC 118

MMA ferill James Toney entist aðeins í rúmar þrjár mínútur. Þessi fyrrum heimsmeistari í boxi mætti Randy Couture á UFC 118 árið 2010 í þungavigt og eftir fellu frá Couture á fyrstu sekúndum bardagans átti Toney ekki séns. Þetta var eini MMA bardaginn hjá þessum 46 ára gamla boxara og hefur lítið spurst til hans eftir bardagann.

riddle
Matt Riddle.

4. Matt Riddle (8-3) The Ultimate Fighter 7 Finale

Matt Riddle komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter (TUF) raunveruleikaseríuna. Áður en upptökur fóru fram hafði hann aldrei barist atvinnumannabardaga og því var fyrsti bardaginn hans á The Ultimate Fighter 7 úrslitakvöldinu. Bardagarnir í húsinu í TUF fara ekki á bardagaskorin þar sem bardagarnir eru sagðir sýningarbardagar en ekki alvöru bardagar. Riddle komst ekki langt í þáttunum en fékk engu að síður bardaga á úrslitakvöldinu og síðar samning við UFC. Riddle barðist 12 bardaga í UFC áður en hann féll í tvígang á lyfjaprófi vegna marijúana reykinga og var látinn fara.

amir sadollah
Amir Sadollah.

3. Amir Sadollah (6-5) – The Ultimate Fighter 7 Finale

Matt Riddle var ekki eini nýliðinn í 7. seríu TUF þar sem Amir Sadollah kom inn í húsið með bardagaskorið 0-0. Sadollah gekk mun betur en Riddle og endaði sem sigurvegari seríunnar þegar hann sigraði sinn fyrsta atvinnumannabardaga á The Ultimate Fighter 7 Finale kvöldinu. Sadollah hafði áður sigrað alla áhugamannabardaga sína (4-0) en í dag er hann með bardagaskorið 6-5, allt bardagar í UFC. Sadollah þykir ekki merkilegur bardagamaður í dag og hefur mikið verið frá vegna meiðsla.

matt mitrione
Matt Mitrione.

2. Matt Mitrione (8-3) – The Ultimate Fighter: Heavyweights Finale

Matt Mitrione kom inn í TUF húsið með enga atvinnumannabardaga að baki. Hann var meðlimur í 10. seríu TUF og datt út í 8-manna úrslitum í þáttunum. Eftir að seríunni lauk barðist hann sinn fyrsta bardaga á úrslitakvöldinu gegn Marcus Jones og rotaði hann snemma í 2. lotu, Mitrione hefur átt ágætis gengi að fagna í þungavigtinni síðan þá og sigraði til að mynda sína fyrstu fimm bardaga í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í þungavigtinni og mætir Gabriel Gonzaga annað kvöld á UFC on Fox bardagakvöldinu.

Sean Sherk, BJ Penn
BJ Penn ver léttvigtarbelti sitt eftir rothögg á Sean Sherk.

1. BJ Penn (16-10-2) – UFC 31

BJ Penn er ein mesta goðsögnin í sögu MMA enda fyrrum léttvigtarmeistari og veltivigtarmeistari í UFC. Hans fyrsti MMA bardagi fór fram á UFC 31 þann 3. maí árið 2001. Afrek hans í BJJ (þar sem hann varð heimsmeistari svartbeltinga) fönguðu athygli UFC en samtökin sannfærðu hann um að skipta yfir í MMA. Það var ákvörðun sem BJ Penn sá ekki eftir en Penn er einn vinsælasti bardagamaður í sögu UFC. Penn barðist um léttvigtartitil UFC í aðeins hans fjórða bardaga á ferlinum.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular