spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC helgarinnar

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC helgarinnar

jds miocic

Veislan heldur áfram fyrir MMA aðdáendur. Eftir tvo titilbardga síðustu helgi hefði mátt búast við pásu en þess í stað fáum við tvö UFC kvöld, bæði í kvöld og á morgun. Við lítum á það helsta sem fólk ætti ekki að missa af.

  • Nýr UFC meistari krýndur: Í kvöld eru úrslitin úr nýjustu seríu af The Ultimate Fighter. Eins og flestum er kunnugt verður sigurvegarinn fyrsti UFC meistarinn í strávigt kvenna. Úrslitabardaginn er mjög spennandi. Þar mætast þær Carla Esparza og Rose Namajunas. Esparza var meistari í Invicta áður en hún kom yfir í UFC, hún er mikill reynslubolti en mætir hér Namajunas sem er ung en ótrúlega hæfileikarík.
  • Mikilvægur bardagi í þungavigt: Junior dos Santos og Stipe Miocic eru númer 2 og 4 á styrkleikalista UFC og sigurvegarinn er mjög líklegur til að skora á meistarann í nánustu framtíð. Þó gæti talist ólíklegt að dos Santos fái fjórða bardagann á móti Cain Velasquez sigri hann Fabricio Werdum í júní. Líklega mun sigurvegarinn í þessum bardaga mæta Travis Browne sem er nr. 3 á listanum. Hvað sem gerist er ljóst að þessi bardagi á milli dos Santos og Miocic er mjög þýðingarmikill.
  • Stórir Hollendingar mætast: Annað kvöld mætast Hollendingarnir Alistair Overeem og Stefan Struve í Phoenix. Bardagar þessara tveggja eru alltaf skemmtilegir og enda oftast með rothöggi. 30 af 31 bardögum Struve hafa endað með uppgjafartaki eða rothöggi á meðan 46 bardagar af 52 hafa endað með rothöggi eða uppgjafartaki hjá Overeem. Báðir þessir kappar þurfa á sigri að halda en Overeem hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum á rothöggi. Struve er hér að koma aftur eftir langa fjarveru vegna hjartavandamála.
  • Endurkoma Nate Diaz: Nate Diaz snýr loksins aftur eftir rúmt ár. Diaz er í uppáhaldi hjá mörgum enda einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hér mætir hann hinum öfluga Rafael Dos Anjos sem hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og rotaði Ben Henderson í hans síðasta bardaga.
  • Ólympíuverðlaunahafi berst: Henry Cejudo berst sinn fyrsta UFC bardaga annað kvöld. Það verður áhugavert að fylgjast með því enda er Cejudo gullverðlaunahafi í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling) frá Ólympíuleikunum 2008. Eftir að hafa mistekist í nokkur skipti að ná fluguvigtartakmarkinu hefur hann ákveðið að færa sig upp í bantamvigt. Cejudo átti upphaflega að berjast á UFC 177 en niðurskurðurinn reyndist honum um of og þurfti að hætta við bardagann daginn fyrir bardagann. Þetta var sama kvöld og Renan Barao og TJ Dillashaw áttu að mætast í annað sinn.

diaz cerrone

 

Aðalhluti bardagakvöldsins á The Ultimate Fighter Finale hefst kl 2 í nótt.

Aðalhluti UFC on Fox 13 bardagakvöldsins hefst kl 1 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular