spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 bestu bardagafélögin

Föstudagstopplistinn: 5 bestu bardagafélögin

Margir af bestu bardagamönnum UFC og Bellator æfa hjá þekktum bardagafélögum undir handleiðslu heimsklassa þjálfara. Á listanum eru ekki íslensk bardagafélög en þar má finna félög frá Bandaríkjunum og Brasilíu. Bardagamenn færa sig í gríð og erg á milli félaga en hér má sjá fimm bestu bardagafélögin.

American top team

5. American Top Team (ATT)

Af öllum æfingabúðunum þá eru ATT líklegast með flesta bardagamenn sem eru hátt í styrkleikaflokkum UFC. Engin meistari er innan þeirra raða og er það líklegast ekki á döfinni. Þeir eiga þó mikið af góðum bardagamönnum.

Lykilmenn: Antonio Silva, Hector Lombard, Robbie Lawler, Tyron Woodley, Mark Hunt, Yoel Romero, Nik Lentz, Dustin Poirer, Brad Pickett, John Lineker, Thiago Alves.

AKA with Circle R

4. American Kickboxing Academy (AKA)

Javier Menedez stýrir keppnisæfingunum en í upphafi voru Josh Koscheck og Jon Fitch helstu stjörnur AKA. Cain Velasquez skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hann sigraði þungavigtarbeltið og Daniel Cormier hefur sannað sig meðal þeirra bestu í Strikeforce og UFC. AKA einblínir mikið á standandi glímu þar sem Velasquez, Cormier, Fitch og Nurmagomedov eru fremstir meðal jafningja.

Lykilmenn: Cain Velasquez, Daniel Cormier, Josh Thomson, Khabib Nurmagomedov, Gray Maynard, Luke Rockhold, Jon Fitch.

blackhouseteamnog

3. Blackhouse/Team Nogueira

Bardagafélag sem eru fullt af hæfileikum. Blackhouse og Team Nogueira eru sett saman þar sem bardagamenn þeirra flakka mikið á milli félaganna tveggja. Brasilíumenn hafa verið þekktir fyrir BJJ hæfileika sína og hjá Nogueira bræðrum er það engin undantekning. Blanda af reynslu og hæfileikum er það sem gerir bardagafélög að eftirsóknaverðum stað til þess að æfa á.

Lykilmenn: Anderson Silva, Junior Dos Santos, Antonio Rodrigo Nogueira, Rafael Cavalcante, Erick Silva, Lyoto Machida, Ronaldo Souza.

Jackson-Winkeljohn

2. Jackson-Winkeljohn MMA (JWM)

Næstbesta bardagafélag í heiminum má finna Albuquerque, Nýju Mexíkó. Tveir af færustu þjálfurum samtímans ráða þar ríkjum en Greg Jackson hefur á undanförnum árum orðið andlit þjálfara í MMA. Jackson er mjög lunkinn að galdra fram góða herkænsku þó það falli ekki í kramið hjá öllum. Hinn eineygði Mike Winkeljohn snýr sér meira að Muay Thai og sparkboxi.

Innan raða JWM er líklega besti bardagamaður í heiminum, UFC léttþungavigtar meistarinn Jon „Bones“ Jones.

Lykilmenn: Jon Jones, Frank Mir, Travis Browne, Tim Kennedy, Carlos Condit, Cub Swanson, John Dodson, Donald Cerrone, Sarah Kaufmann, Clay Guida, Rustam Khabilov.

Nova-Uniao

1. Nova Uniao 

Yfirþjálfari Nova Uniao, Andre Pederneiras, hefur innan sinna raða tvo UFC meistara en engar aðrar æfingabúðir geta státað af þeim árangri. Þeir Jose Aldo og Renan Barao eru oft á milli tannanna á fólki þegar kemur að hvaða bardagamenn eru bestir í heiminum. Nova Uniao hafa einnig Bellator meistarann Eduardo Dantas sem er einn sá besti í bantamvigt.

Lykilmenn: Jose Aldo, Renan Barao, Eduardo Dantas, Thales Leites, Jessier Formiga, Marlon Sandro, Cláudia Gadelha, BJ Penn.

 

 

 

 

 

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular