Fátt er betri skemmtun en góð heimildarmynd. Í MMA heiminum eru til margar vandaðar heimildarmyndir en í föstudagstopplista vikunnar förum við yfir þær fimm bestu að okkar mati.
5. Renzo Gracie: Legacy (2008)
Renzo Gracie er löngu orðinn goðsögn í MMA heiminum. Í myndinni er fylgst með lífi Renzo Gracie í 10 ár en Renzo er afar skemmtilegur karakter.
4. Like Water (2011)
Like Water sýnir frá undirbúningi Anderson Silva fyrir fyrri bardagann gegn Chael Sonnen. Á þessum tíma var Anderson Silva á hátindi ferils síns og magnað að fá að skyggnast á bakvið tjöldin.
3. Fightville (2011)
Þessi heimildarmynd sýnir frá bardagalífinu í litlum bæ í Louisiana en einn af einstaklingunum sem fylgst er með er Dustin Poirier. Myndin sýnir frá lífi hans áður en hann fékk samning við UFC. Virkilega áhugaverð mynd um frábæran bardagamann.
2. The Smashing Machine (2002)
Frábær heimildarmynd um Mark Kerr en hann barðist m.a. í UFC og Pride á árunum 1997-2009. Myndin sýnir frá hæðum og lægðum á hans ferli og persónan Mark Kerr kynnt. Mynd sem er áhugaverð fyrir alla, ekki bara MMA áhugafólk.
1. Choke (1999)
Ein af fyrstu heimildarmyndunum um MMA og hvatti marga til að æfa BJJ. Myndin er tekin upp árið 1995 þar sem Rickson Gracie undirbýr sig undir 8-manna Vale Tudo mót þar sem sigurvegarinn fékk 60.000 dollara. Myndina í heild sinni má sjá hér.
Aðrar áhugaverðar: Driven (Jens Pulver), Once I was a champion (Evan Tanner), Fighting For a Generation, Takedown: The DNA of GSP.
Mæli með “Once I was a champion” (Evan Tanner) frábær mynd