Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 flottustu hringspörkin í MMA

Föstudagstopplistinn: 5 flottustu hringspörkin í MMA

Í föstudagstopplista dagsins veljum við fimm uppáhalds hringspörkin okkar í MMA. Það eru eflaust fleiri flott til sem komust ekki á listann en hér eru þau fimm bestu að okkar mati. Góða helgi!

5. Vitor Belfort gegn Luke Rockhold. UFC on FX 8, 18. maí 2013.

TRT Vitor var einn ógnvænlegasti bardagamaður sem við höfum fengið að sjá. Hann rotaði hvern andstæðinginn á eftir öðrum með miklum tilþrifum en hans besta er líklegast rothöggið á Luck Rockhold í maí í fyrra.

Belfort Rockhold
4. Adam Khaliev gegn Alexei Belyaev – League S-70 Russian Championship, 22. desember 2011

Adam Khaliev samdi við UFC fyrir nokkru en hefur ekki enn fengið bardaga þar. Þetta rothögg hans árið 2011 vakti verðskuldaða athygli enda glæsilegt hringspark.

adam khaliev

 

3. Uriah Hall gegn Adam Cella. Ultimate Fighter: Team Jones vs. Team Sonnen, 5. febrúar 2013

Uriah Hall var ótrúlegur í TUF og leit út fyrir að vera óstöðvandi í þáttunum. Aðrir bardagamenn virtust háld smeykir við hann og ekki að ástæðulausu. Hann hefur þó ekki alveg náð að standa undir væntingum en hefur þó sigrað tvo bardaga í röð í UFC.

uriah hall

 

2. Michael Page gegn Ben Dishman. UCMMA 26, 4. febrúar 2012.

Michael Page hefur klárað sex af sjö bardögum sínum í fyrstu lotu. Hér að neðan rotar hann Ben Disham eftir eina mínútu í fyrstu lotu en þetta var hans fyrst atvinnumannabardagi. Hann hefur vaxið síðan þá og berst nú í Bellator þar sem hann er ósigraður.

View post on imgur.com

 

1. Edson Barboza gegn Terry Etim. UFC 142 – Aldo vs. Mendes, 14. janúar 2012.

Þetta rothögg verður lengi í minnum haft. Barboza var að sigra bardagann mjög örugglega og kom með þetta glæsilega hringspark í 3. lotu.

View post on imgur.com

 

View post on imgur.com

Hvert er ykkar uppáhalds? Látið okkur vita í athugasemdunum fyrir neðan.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular