spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: Mesti misskilningurinn í MMA

Föstudagstopplistinn: Mesti misskilningurinn í MMA

MMA er ört stækkandi íþrótt og eignast íþróttin nýja aðdáendur á hverri stundu. Ekki eru allir sérlega fróðir um MMA frá byrjun og hér listum við upp mesta misskilninginn varðandi MMA.

Þetta getur átt við þá sem eru nýbyrjaðir að horfa á íþróttina, þá sem hörfu á stöku bardaga og þá sem hafa séð einn bardaga (eða brot úr bardaga) á ævi sinni. Flestir harðkjarna aðdáendur kannast eflaust við að heyra þennan misskilning frá nýrri MMA aðdáendum.

5. Gólfglíman er ekki alvöru bardagi / „Alvöru karlmenn berjast standandi“

Gólfglíman getur verið flókin að sjá fyrir þá sem hafa aldrei séð brasilískt jiu-jitsu áður. Fyrir óþjálfaða augað getur gólfglíman litið út fyrir að vera tveir íþróttamenn að faðma hvorn annan. Fyrir þá aðila er standandi viðureignin talsvert meira spennandi og er það alvöru bardagi! Að þeirra mati ætti bardaginn bara fara fram standandi enda sé það skemmtilegra. Við bendum þeim aðilum á að horfa á íþróttir sem einblína bara á standandi viðureignir eins og t.d. box og sparkbox.

overeem-rothwell4. Harðasti gæjinn vinnur alltaf

Ef maður myndi spyrja tíu aðila sem aldrei hafa horft á MMA bardaga hvor myndi vinna, Alistair Overeem eða Ben Rothwell, myndu eflaust allir telja að Overeem myndi vinna. Flestir þeir sem eru nýbyrjaðir að horfa á íþróttina eða horfa ekki oft á MMA telja að sá aðili sem er harðari, massaðari, með fleiri húðflúr eða yfirhöfuð árásargjarnari vinni. Útlitið blekkir og ættu aðdáendur ekki að einblína of mikið á útlit þegar kemur að því að veðja á bardaga.

overeem rothwell
Rothwell rotar Overeem.

 

edson-barboza1
Þetta var augljóslega planað fyrir bardagann.

3. „Þetta er fake“

MMA og WWE/WWF/og aðrar fjölbragðaglímukeppnir („fake wrestling“) deila að einhverju leiti sama aðdáendahópi í Bandaríkjunum. Auk þess hafa stórar fjölbragðaglímustjörnur á borð við Brock Lesnar tekið skrefið yfir í MMA og barist í UFC. Þeir sem þekkja MMA lítið sem ekkert rugla þessu oft saman og halda því fram að það sé allt fyrirfram ákveðið hvor sigrar. Einnig eru til dæmi um einstaklinga sem halda þessu sama fram án þess að tengja það neitt sérstaklega við fjölbragðaglímu. Ætlar einhver í alvörunni að halda því fram að Terry Etim hafi viljandi tekið barsmíðar í rúmar tvær lotur frá Edson Barboza áður en hann var steinrotaður af hringsparki í 3. lotu (sjá ofar)?

2. „Þetta er bara mennskur hanaslagur“

John McCain, öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi, sagði eitt sinn að MMA væri „human cockfighting“ og hafa margir andstæðingar MMA tekið undir þau orð hans síðan. Sannleikurinn er sá að John McCain er fyrir löngu búinn að skipta um skoðun á íþróttinni og eftir að hafa fengið fræðslu um íþróttina hefur hann ekkert á móti íþróttinni. McCain boxaði á yngri árum og hefur sagt að hann hefði klárlega prófað MMA ef það hefði verið til á hans yngri árum. Þrátt fyrir að hafa dregið þessi ummæli til baka er enn verið að vísa í þessi ummæli sem rök gegn íþróttinni. MMA er ekki fyrir alla og það þurfa ekki allir að elska þessa íþrótt en MMA er langt frá því að vera mennskur hanaslagur.

i train ufc1. „Ég æfi UFC“

UFC er lang stærsta vörumerkið í MMA og er það svo stórt að margir telja að MMA íþróttin heiti UFC, eða Ultimate Fighting Championship. Flestir vita þetta þó í dag en enn eru til dæmi um einstaklinga sem kalla íþróttina UFC í stað þess að nota réttnefnið MMA (Mixed Martial Arts). Þetta er svipað og að spila körfubolta og segjast æfa NBA.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular