spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFrábærar glímur á Metamoris V

Frábærar glímur á Metamoris V

metamoris 5Eins og glímuáhugamönnum er eflaust kunnugt um fer Metamoris V þann 22. nóvember þar sem goðsagnirnar Renzo Gracie og Kazushi Sakuraba eigast við í aðal glímu kvöldsins. Einnig mun UFC-stjarnan Rory MacDonald sýna hvað í sér býr í glímu þegar hann mætir heimsmeistaranum JT Torres.

Metamoris er glímukeppni þar sem skipuleggjendur para heimsþekktum glímumönnum saman í eina 20 mínútna glímu. Engin stigagjöf er við lýði og aðeins er hægt að sigra eftir uppgjafartak – annars er glíman skoruð sem jafntefli. Þetta verður í fimmta sinn sem Metamoris fer fram og hafa glímuáhugamenn fengið að sjá margar áhugaverðar glímur.

renzo gracie sakurabaAð þessu sinni mætast þeir Kazushi Sakuraba og Renzo Gracie í aðal glímu kvöldsins. Þrátt fyrir að þessir glímumenn séu komnir á efri ár verður þetta gífurlega spennandi viðureign enda ekki í fyrsta sinn sem goðsagnirnar mætast. Sakuraba og Renzo Gracie mættust í MMA bardaga þann 27. ágúst árið 2000 þar sem Sakuraba sigraði eftir að hafa brotið hönd Renzo. Renzo Gracie neitaði að gefast upp gegn Sakuraba og því brotnaði hönd hans undan Kimura taki Sakuraba. Augnablikið þegar Renzo horfir á lafandi hönd sína er ógleymanlegt í sögu MMA. Sakuraba var kallaður The Gracie Hunter eða The Gracie Killer þar sem hann sigraði fjóra meðlimi Gracie fjölskyldunnar.

Eins og áður hefur komið fram mætast þeir Rory MacDonald og JT Torres í næstsíðustu glímu kvöldsins. Rory MacDonald þarf vart að kynna en hann er einn besti veltivigtarmaður heims og fær væntanlega titilbardaga í UFC á næsta ári. Hann er góður á öllum vígstöðum bardagans en þykir ekki framúrskarandi í gólfglímu líkt og andstæðingur hans. Það verður því áhugavert að sjá hvort MacDonald geti komið á óvart gegn JT Torres. Torres er margverðlaunaður glímumaður og sigraði heimsmeistaramótið í nogi í flokki svarbeltinga árið 2013. Hann þykir sérlega góður í nogi glímu og verður að teljast ágætt ef MacDonald tekst að ná jafntefli.

Allar glímur kvöldsins má sjá hér að neðan

Kazushi Sakuraba gegn Renzo Gracie

Rory MacDonald gegn JT Torres

Yuri Simoes gegn Rafael Lovato Jr.

Vinny Magalhaes gegn Kevin Casey

Garry Tonon gegn Zak Maxwell

Leyniglíma

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular