Wednesday, April 24, 2024
HomeForsíðaFramtíðarhorfur MMA í Kína

Framtíðarhorfur MMA í Kína

ufc29e
Mark Fischer ásamt Forrest Griffin.

Um nýliðna helgi fór fram þriðji viðburður UFC í Kína en bardagasamtökin hafa verið að sækja í sig veðrið í Asíu undanfarin ár. UFC er með stór langtímaplön fyrir Asíumarkaðinn og ætlar sér að finna frambærilega bardagamenn í Kína en ekki búast við að það gerist á næstu árum.

MMA í Kína er ekki á háu plani eins og er. Það sást greinilega á kínversku bardagamönnunum sem börðust um helgina. Bardagakvöldið markaði endalok fyrstu The Ulitmate Fighter raunveruleikaseríunnar í Asíu en þar voru einungis kínverskir bardagamenn. Tveir reynslumestu bardagamennirnir komust í úrslitin en voru þó ekki með neitt sérstakt bardagaskor. Annar var 7-7 á meðan hinn var 6-4. Það kæmi verulega á óvart ef annar hvor bardagamanna ætti eftir að komast á topp 20 í sínum þyngdarflokki.

UFC veit að getustigið í Kína er ekki hátt en það sem þeir vonast eftir að ná með t.d. TUF og þessi Macua bardagakvöldum er að fá ungt fólk til að æfa MMA. Mark Fischer, yfirmaður UFC í Asíu, gaf það út að bardagasamtökin séu að leita að Yao Ming (kínverska körfuboltastjarnan) bardagaheimsins. Þ.e. þeir vilja finna kínverskan bardagamann sem getur rifið MMA upp á hærra plan í Kína eins og Yao Ming gerði fyrir körfuboltann í Kína. Mark Fischer starfaði áður fyrir NBA í Asíu og á sinn hlut í velgengni NBA þar. UFC er þó meðvitað um að það gæti tekið 20 ár að finna slíkan bardagamann eða konu en þess vegna er þetta langtímaplan.

Það sem UFC vonast eftir með þessum raunveruleikaþáttum er að fá t.d. góða glímumenn sem eru ekki alveg nægilega góðir til að komast í Ólympíulið Kína til að setja stefnuna á MMA. Þannig gætu þeir séð TUF eða asísku bardagakvöld UFC og séð framtíð sína fyrir sér í MMA. Það er einnig á áætlun UFC að byggja upp góða bardagaklúbba með reyndum þjálfurum frá Bandaríkjunum til að kenna reynslulausum bardagamönnum réttu tökin. Það sama mun gerast í Indlandi en UFC hyggst vera með TUF: India á næstu árum.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með þróun MMA í Kína og Asíu en aðdáendur þurfa að bíða þolinmóðir eftir stórri stjörnu frá Kína.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular