0

Gunnar Nelson fór út í morgun

gunni fb

Mynd: Jón Viðar Arnþórsson.

Nú eru aðeins fimm dagar í risabardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov. Gunnar hélt út í morgun ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni (formaður Mjölnis) og Haraldi Nelson (framkvæmdastjóri Mjölnis og faðir og umboðsmaður Gunnars).

Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og er nánast orðið uppselt á viðburðinn. Gunnar verður fyrsti bardaginn á aðal hluta bardagakvöldsins (e. main card) sem hefst kl 20:00. Það má því búast við að Gunnar berjist fljótlega eftir að sjónvarpsútsendingin byrjar. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Alexander Gustafsson og Jimi Manuwa.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.