spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFrankie Edgar fer niður í bantamvigt og mætir Cory Sandhagen

Frankie Edgar fer niður í bantamvigt og mætir Cory Sandhagen

Frankie Edgar er kominn með sinn næsta bardaga og það í nýjum þyngdarflokki. Edgar mætir þá Cory Sandhagen í janúar.

Frankie Edgar berst í sínum þriðja þyngdarflokki í UFC næst þegar hann stígur í búrið. Edgar byrjaði ferilinn sinn í léttvigt (155 pund) og hefur verið í fjaðurvigt (145 pund) undanfarin ár. Nú fer hann niður í 135 punda bantamvigt í fyrsta sinn.

Edgar mætir þá Cory Sandhagen á UFC bardagakvöldinu í Raleigh í Norður-Karólínu þann 25. janúar 2020. Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Sandhagen hefur verið að gera það gott á síðustu árum en hann hefur unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Sandhagen hefur unnið menn á borð við John Lineker og Raphael Assuncao en hann situr nú í 3. sæti styrkleikalistans í bantamvigtinni.

Frankie Edgar mætti Max Holloway á UFC 241 í sumar. Edgar tapaði fyrir Holloway í hans fjórða titilbardaga síðan hann tapaði léttvigtarbeltinu. Eftir tapið gegn Holloway lýsti hann því yfir að hann vilji fara niður í bantamvigt. Edgar var þó orðaður við bardaga við Conor McGregor en þegar ekkert varð úr þeim bardaga var bantamvigtin næst á dagskrá.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular