spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFúskarinn Edmond Tarverdyan

Fúskarinn Edmond Tarverdyan

Ronda Rousey mætir Amöndu Nunes á UFC 207 á föstudaginn. Bardaginn verður sá fyrsti hjá Rondu Rousey síðan að hún tapaði titlinum eftirminnilega gegn Holly Holm fyrir rúmu ári síðan.

Ronda hefur æft undir handleiðslu hins skrautlega Edmond Tarverdyan hjá Glendale Fighting Club til fjölda ára en virðist hins vegar ekki hafa tekið neinum frábærum framförum undir honum. Edmond hefur hægt og rólega orðið einn af umdeildustu karakterum MMA heimsins og hafa margir gagnrýnt hann sem og ráðlagt Rondu að finna sér nýjan þjálfara.

Ein þessara gagnrýnisradda er móðir Rondu sem hefur kallað Edmond slæma manneskju og hræðilegan þjálfara. Við munum hér telja til nokkur atriði sem gera Edmond Tarverdyan að helsta fúskara MMA heimsins.

Gjaldþrot

Í fyrrasumar lýsti Edmond yfir gjaldþroti og sagðist skulda 700.000 dollara (u.þ.b. 80 milljónir íslenskra króna). Þetta kom mönnum spánskt fyrir sjónir þar sem hann er þjálfari einnar stærstu stjörnu UFC og eigandi vinsæls bardagaklúbbs þar sem stjörnur á borð við Travis Browne og Jake Ellenberger æfa. Þrátt fyrir það lýsti Edmond því yfir á gjaldþrotseyðublaðinu að hann væri atvinnulaus og hefði ekki haft tekjur í nokkur ár.

Félagarnir saman. Muhammad Ali og Edmond.

Edmond Tarverdyan og Muhammad Ali

Þrátt fyrir að hafa afrekað lítið sem bardagakappi (2-0 í MMA) virðist Edmond hafa mikið álit á sjálfum sér. Í Glendale klúbbnum hans er málverk af honum og Muhammad Ali hlið við hlið þar sem stendur „Nothing is impossible“. Þá var hann á sínum tíma sannfærður um að hann gæti unnið Jose Aldo.

Segir ósatt um titlana sem hann hefur unnið

Á heimasíðu Glendale Fighting Club kemur fram að Edmond sé „WBC Muay Thai International Welterweight Champion“. Þegar nánar er að gáð virðist hann hins vegar aldrei hafa unnið þann titil. Edmond átti að berjast við Bryan Carlos um þann titil árið 2007 en bardaginn féll niður. Það stöðvaði hann þó ekki frá því að pósa með beltið og láta eins og hann hafi unnið titilinn.

Edmond með beltið.

Gefur hræðileg ráð

Margir sérfræðingar hafa tjáð sig um hvað ráðleggingar Edmond til bardagakappa sinna virðast ótrúlega almenn og einfaldlega léleg. Hann gefur oft engar tæknilegar ráðleggingar heldur öskrar bara frasa á borð við „Beautiful!“ og „Combinations!“. Hér að neðan má sjá fyndið myndband af ráðleggingum hans til Travis Browne í bardaganum við Brendan Schaub. Í kjölfar bardaga Rondu við Holm var hann harðlega gagnrýndur fyrir að segja henni að hún væri að standa sig frábærlega eftir fyrstu lotuna þegar allur heimurinn gat séð að Holm var að pakka henni saman standandi.

https://vimeo.com/117636643

Aðrir bardagamenn hreinlega verri

Ronda Rousey er langstærsta nafnið hjá honum en hann hefur haft aðra bardagamenn hjá sér með misjöfnum árangri. Travis Browne er 2-3 eftir að hann fór til Edmond og hefur ekki litið vel út í síðustu bardögum. Jake Ellenberger virtist gleyma því að hann væri með fætur til að sparka með þegar hann var hjá Edmond og tapaði báðum bardögum sínum á meðan Edmond var þjálfarinn hans. Þá hafa þrjár af helstu æfingafélögum Rondu, en saman kalla þær sig The Four Horsewoman, ekki enn unnið bardaga með hann sem þjálfara. Brian Stann æfði með Browne í nokkur ár áður en Browne fór til Edmond og sér hann mikinn mun á honum.

Ronda hefur ekkert bætt sig standandi

Ronda Rousey hefur þvílíka yfirburði í jörðinni að annað eins hefur varla sést fyrr né síðar í MMA. Þrátt fyrir það virðist sem svo að hún bæti sig lítið sem ekkert standandi og vilja margir skella skuldinni á Edmond. Skuggaboxið hennar hefur ekki þótt það tæknilegasta og orðið uppspretta ófáarra „memes“. Hér og hér má sjá dæmi um skrautlega skuggaboxtækni Rondu. Þá eru flétturnar hennar á púðunum hjá Edmond ekkert nema langar fléttur áður en hún slippar fyrirfram ákveðna gagnárás sem er ekkert í líkingu við það hvernig hún berst.

Margir bíða með eftirvæntingu eftir endurkomu Rousey og stóra spurningin er hvort fjarvera úr sviðsljósinu muni gera henni gott. Hún hefur núna haft heilt ár til að einblína eingöngu á æfngarnar og verður fróðlegt að sjá hvort nálgun hennar verður með einhverjum hætti ólík því sem við höfum átt að venjast. Hvað sem því líður mun gjaldþrota fúskarinn Edmond vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn snúð, fari svo að Ronda Rousey sigri á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular