spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFyrsta skimun Masvidal neikvæð

Fyrsta skimun Masvidal neikvæð

Jorge Masvidal er ekki með kórónavírusinn og má fljúga til Abu Dhabi. Masvidal mun gangast undir þrjár skimanir í viðbót áður en kemur að bardaganum.

UFC 251 fer fram á laugardaginn í Abu Dhabi. Allir bardagamenn kvöldsins flugu til Abu Dhabi frá Las Vegas á föstudaginn. Upphaflega átti Kamaru Usman að mæta Gilbert Burns í aðalbardaga kvöldsins en á föstudaginn kom í ljós að Burns væri með kórónaveiruna.

Jorge Masvidal kemur því í stað Burns og mætir Usman með viku fyrirvara. Þegar samningaviðræður á milli UFC og Masvidal hófust fór Masvidal strax í skimun. Sú skimun reyndist neikvæð og mátti Masvidal því fljúga til Abu Dhabi í dag.

Það er ekki þar með sagt að Masvidal sé laus frá kórónaveiruprófunum. Líkt og allir bardagamenn helgarinnar er Masvidal tekinn í aðra skimun á flugvellinum og í þriðju skimunina á hótelinu. Eftir vigtunina fer Masvidal í fjórðu og síðustu skimunina eins og aðrir bardagamenn. Bardagamenn mega ekki blanda geði við önnur lið og skulu halda tveggja metra reglunni.

Bardagi Masvidal og Usman er staðfestur en stærsta hindrunin á veginum var samningurinn á milli Masvidal og UFC. Það er þó enn nokkrar hindranir eftir en vonandi er Masvidal ekki með kórónaveiruna. Masvidal á einnig eftir að ná vigt en hann var um 87,3 kg (192 pund) á laugardaginn og þarf að vera 77,3 kg á föstudaginn eða minna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular