spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGamla myndbandið: Halló Japan

Gamla myndbandið: Halló Japan

Þann 8. mars 2009 mættust þeir David Gardner og Shinya Aoki. Í bardaganum átti sér stað eitt heimskulegasta augnablik í sögu MMA.

David Garnder hefur barist víðs vegar um heiminn en aldrei barist í UFC. Hann fékk þó stórt tækifæri árið 2009 til að mæta Shinya Aoki í Dream bardagasamtökunum í Japan. Bardaginn var næstsíðasti bardagi kvöldsins og kom Gardner inn í bardagann með aðeins tíu daga fyrirvara. Shinya Aoki er ein af stærstu MMA stjörnunum í Brasilíu og þekktur fyrir færni sína í gólfinu. Aoki hefur sigrað 25 bardaga eftir uppgjafartök.

Eftir um sex mínútur af bardaganum var Aoki með bakið á Gardner og hótaði hengingu. Gardner var þó að verjast hengingunni ágætlega en af einhverjum ástæðum hætti hann að verjast og ákvað þess í stað að veifa til áhorfenda og heilsa japönsku þjóðinni. Örfáum sekúndum síðar tappaði Garnder út þar sem Aoki hafði læst “rear naked choke” hengingunni.

Atvikið ratar oftar en ekki á lista yfir heimskulegustu atvik í sögu MMA. David Gardner hefur ekki komist langt á sínum MMA ferli og er í dag með 18 sigra og 23 töp. Hann ber í dag viðurnefnið ‘Hello Japan’ og verður alltaf minnst fyrir þessa kjánalegu tilburði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular