Kevin Randleman lést í gærkvöldi aðeins 44 ára gamall. Hér er gamalt myndband úr Pride þar sem Bas Rutten tók viðtal við Kevin Randleman og er óhætt að segja að viðtalið hafi fljótt tekið óvænta stefnu.
Þeir Bas Rutten og Kevin Randleman mættust um þungavigtartitil UFC á UFC 20 í maí 1999. Rutten sigraði eftir klofna dómaraákvörðun og var Randleman ekki sammála dómaraákvörðuninni.
Randleman var alltaf lýst sem frábærum einstaklingi og kom það mörgum á óvart hve afslappaður og indæll hann var. Þetta gamla myndband sýnir kannski örlítið hvernig mann hann hafði að geyma.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023
- Spá MMA Frétta fyrir UFC 286 - March 18, 2023