spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGamla myndbandið: Skakkur Nick Diaz hengir Gomi

Gamla myndbandið: Skakkur Nick Diaz hengir Gomi

nick diaz takanori gomiNick Diaz sigraði Takanori Gomi með afar óvenjulegu uppgjafartaki árið 2007. Eftir bardagann féll Diaz á lyfjaprófi og er talið að hann hafi verið undir áhrifum marijúana í bardaganum.

Nick Diaz hefur þrisvar fallið á lyfjaprófi vegna marijúana reykinga. Fyrsta brotið átti sér stað í Pride árið 2007 eftir bardagann gegn Gomi. Diaz sigraði þá Gomi eftir „gogoplata“ hengingu í 2. lotu. Þetta er líklegast eini sigurinn í sögu MMA eftir þessa sjaldséðu hengingu.

Bardaginn var hins vegar dæmdur ógildur þar sem Diaz féll á lyfjaprófi eftir bardagann. Íþróttasamband Nevada mat það sem svo að Diaz hafi verið undir áhrifum marijúana í bardaganum. Svo hátt var magn THC í þvagprufu hans.

Læknirinn Tony Alamo var í stjórn íþróttasambands Nevada á þessum tíma: „Þetta er einstakt tilvik. Ég var á bardaganum og ég tel að þú [Diaz] hafir verið undir áhrifum í bardaganum… það hafi gert þig dofinn fyrir sársauka. Hjálpaði það þér að vinna? Ég held það.“

Diaz var í síðustu viku settur í fimm ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi í þriðja sinn. Bannið þykir umdeilt og mun Diaz og lögfræðingur hans áfrýja banninu.

Hér að neðan má sjá sigur Diaz eftir „gogoplata“ uppgjafartakið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular