Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentGjörbreytt vigtun fyrir UFC 199

Gjörbreytt vigtun fyrir UFC 199

Screen Shot 2016-06-04 at 15.51.23Vigtunin fyrir UFC 199 í gær var með breyttu sniði. Það var lítil spenna í vigtuninni enda hafði sjálf vigtunin farið fram nokkrum klukkustundum fyrr.

Í febrúar setti íþróttasamband Kaliforníu nýjar reglur fyrir vigtun í MMA og boxi. UFC 199 fer fram í Kaliforníu ríki og var þetta í fyrsta sinn sem reglurnar voru í gildi í UFC.

Nýju reglurnar eiga að koma í veg fyrir ofþornun bardagamanna eftir niðurskurð til að komast í sinn þyngdarflokk. Læknar fylgjast vel með bardagamönnunum og sjá til þess að þeir séu ekki ofþornaðir þegar þeir berjast. Til að sporna gegn ofþornun var vigtunin með nýju sniði.

Bardagamenn máttu nefnilega vigta sig inn frá 10 til 14 í gær. Í vigtuninni sem sýnd var á Youtube las Joe Rogan upp tölurnar úr vigtuninni um morguninn. Allir bardagamenn nema tveir voru búnir að vigta sig inn fyrir kl 11 í gær. Í stað þess að bíða til 16 þegar vigtunin fer vanalega fram gátu bardagamennirnir náð vigt um morguninn og fengið sér strax að drekka og borða.

Það var því ekki mikil spenna fyrir vigtuninni í gær enda höfðu allir þegar náð vigt og nært sig eftir á. Það var líka eilítið skrítið að sjá þá alla fara úr öllu nema nærbuxunum þegar tilsettri þyngd hafði þegar verið náð.

Allir bardagamennirnir voru hæst ánægðir með þessar nýju reglur og mun UFC skoða hvort þetta verði tekið upp á öllum viðburðum. Eins og er eru þessar reglur einingus í gildi í Kaliforníu, Kansas og Mohegan Sun.

Bardagamennirnir munu fara í nokkur próf til að mæla ofþornun í kvöld áður en þeir berjast. Telji læknar að bardagamaður þjáist enn af vökvaskorti mun hann ekki keppa.

Heimildir:

MMA Fighting

MMA Fighting

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular