Monday, May 20, 2024
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 199

Spá MMA Frétta fyrir UFC 199

UFC 199 fer fram í kvöld og líkt og fyrir öll stóru bardagakvöldin birta pennar MMA Frétta spá sína.

rockhold bisping

Titilbardagi í millivigt: Luke Rockhold gegn Michael Bisping

Pétur Marinó Jónsson: Ég sé ekki hvernig Bisping á að geta unnið þetta. Allt getur gerst í MMA og maður á aldrei að útiloka neitt, en ég sé bara ekki hvernig hann á að geta unnið þetta nema Rockhold hlaupi á hnefann á Bisping og rotist. Rockhold kláraði þetta síðast í gólfinu í 2. lotu og gerir það aftur núna nema með höggum í þetta sinn.

Óskar Örn Árnason: Ég held að Bisping þurfi kraftaverk, verst að hann er ekki sá höggþyngsti. Ég held að bardaginn verði svipaður og fyrsti. Bisping verður hreyfanlegur en Rockhold finnur að lokum högg sem kemur Bisping í vandræði og klárar bardagann á gólfinu, önnur eða þriðja lota.

Brynjar Hafsteins: Michael Bisping er með góða fótavinnu og þetta MCL sprain sem Rockhold er með eru einu tækifæri hans á að vinna þennan bardaga. Svona hlaupa og hitta smá eins og Carlos Condit gerði við Nick Diaz. Rockhold er samt mun betri og Bisping hefur engin vopn til þess að vinna hann. Rockhold í 2. lotu með höggum í gólfinu.

Guttormur Árni Ársælsson: Rockhold er pínu sigurviss og hann verður að passa sig að vanmeta ekki Bisping. Hann sigrar engu að síður örugglega. Submission önnur lota.

Luke Rockhold: Pétur, Óskar, Brynjar, Guttormur.
Michael Bisping:

faberandcruz

Titilbardagi í bantamvigt: Urijah Faber gegn Dominick Cruz

Pétur Marinó Jónsson: Einhliða bardagi hjá veðbönkum en ég held að þetta verði ágætlega jafnt. Faber á alltaf nokkra fína spretti og mun eiga sína spretti í bardaganum. Ég held samt að Cruz sé betri og vinni þrjár lotur á meðan Faber vinnur tvær. Cruz sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Annar bardaginn á milli Faber og Cruz (UFC 132) var jafnari en margir muna eftir. Faber virðist hafa dalað síðan þá en Cruz er ennþá í heimsklassa. Cruz sigrar sannfærandi á stigum.

Brynjar Hafsteins: Urijah Faber er rosalega góður en Cruz er bara betri. Hann er zen meistari MMA og hreyfir sig gullfallega. Faber er of hægur til þess að hitta Cruz og meistarinn sigrar á dómaraúrskurði.

Guttormur Árni Ársælsson: Cruz sigrar sannfærandi allar loturnar á stigum í skemmtilegum bardaga.

Urijah Faber:
Dominick Cruz: Pétur, Óskar, Brynjar, Guttormur.

holloway-lamas

Fjaðurvigt: Ricardo Lamas gegn Max Holloway

Pétur Marinó Jónsson: Aldrei áður hefur bardagamaður unnið átta bardaga í röð og ekki fengið titilbardaga. Holloway er mjög flottur en ég ætla að segja að Lamas minni rækilega á sig og sigri Holloway. Það gerist alltaf eitthvað óvænt og það er erfitt að fara í gegnum níu bardaga án þess að tapa. Mjög jafn og spennandi bardagi en Lamas notar wrestlingið til að halda Holloway í skefjum og sigrar tvær lotur. Lamas eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Geggjaður bardagi, tveir hungraðir hundar. Lamas berst af hörku en Holloway sigrar á tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Max Holloway heldur áfram að sýna að hann er einn efnilegasti bardagamaðurinn í UFC þó hann sé búin að berjast tonn í UFC. Hann sigrar Ricardo Lamas á dómaraúrskurði.

Guttormur Árni Ársælsson: Holloway er sífellt að bæta sig og mun pakka Lamas. TKO í þriðju.

Ricardo Lamas: Pétur
Max Holloway: Óskar, Brynjar, Guttormur.

henderson lombard

Millivigt: Hector Lombard gegn Dan Henderson

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að þetta verði ekki síðasti bardaginn hjá Dan Henderson, hvernig sem fer í kvöld. Henderson er einhæfari en skæri en samt alltaf smá hættulegur. Lombard er ekki lengur að svelta sig og hann mun rota Henderson í 1. lotu í fremur hægum bardaga. Henderson mótmælir stoppinu þrátt fyrir að vera alveg out og mun svo berjast aftur af einhverjum ástæðum.

Óskar Örn Árnason: Lombard stekkur á Henderson og afgreiðir hann með hraði í fyrstu lotu, KO.

Brynjar Hafsteins: Dan Henderson er ekki sami bardagamaðurinn og hann var en ekki Hector Lombard heldur. Ég held einhvern vegin að gamli maðurinn eigi eftir að hitta einu góðu á Lombard og sigri með TKO í 1.

Guttormur Árni Ársælsson: Lombard er einn af ofmetnari bardagaköppum UFC og ég held að Henderson sé kominn að endastöð á sínum ferli. Báðir verða að elta rothöggið sem mun skila sér í slökum bardaga sem fer í dómaraúrskurð. Henderson sigrar eftir split decision.

Hector Lombard: Pétur, Óskar
Dan Henderson: Brynjar, Guttormur.

PoirierGreen

Léttvigt: Bobby Green gegn Dustin Poirier

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður mjög skemmtilegur bardagi tel ég. Green getur stundum verið í algjöri bulli og gleymt því að berjast ef hann er ósáttur með eitthvað. Finnst stundum eins og hann gæti gert aðeins meira. Ég hef verið mjög hrifinn af Dustin í léttvigtinni og er farinn að halda smá með honum. Myndi aldrei þora að veðja á þennan bardaga þar sem þetta er svo jafnt. Ætla þó að segja að Bobby Green taki þetta eftir dómaraákvörðun eftir hnífjafnan bardaga.

Óskar Örn Árnason: Ég held að þetta verði jafn og spennandi bardagi. DP er höggþyngri en BG tæknilegri. Ég held að Poirier taki þetta á split decision.

Brynjar Hafsteins: Dustin Poirer er búin að vera á eldi síðan hann tapaði gegn McGregor en Bobby Green er ekkert lamb að leika sér. Held að þetta verði stríð og annar aðilin fái split decision. Poirer verður sá heppni.

Guttormur Árni Ársælsson: Poirier hefur lítið mjög vel út eftir bardagann gegn McGregor. Hann sigrar Green eftir dómaraúrskurð í flottum bardaga.

Bobby Green: Pétur
Dustin Poirier: Óskar, Brynjar, Guttormur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular