0

Gleison Tibau fær tveggja ára bann

Mynd: Esther Lin.

Mynd: Esther Lin.

Léttvigtarmaðurinn Gleison Tibau hefur verið verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir hafa fallið á lyfjaprófi. Tibau ætlaði upphaflega að áfrýja banninu en dró áfrýjunina til baka.

Gleison Tibau hefur barist 26 bardaga í UFC en aldrei komist nálægt titilbardaga. Hann hefur alltaf verið þekktur sem nokkurs konar hliðvörður inn á topp 15 í léttvigt UFC og hefur barist í UFC í tæp tíu ár.

Tibau sigraði Abel Trujillo þann 7. nóvember í Brasilíu en eftir bardagann kom í ljós að Tibau hefði fallið á lyfjaprófi. EPO fannst í lyfjaprófi hans og nær bannið til tveggja ára eða til nóvember 2017. EPO er þekkt lyf sem eykur þol íþróttamanna.

Sigurinn á Trujillo hefur verið úrskurðaður tap fyrir Tibau sem er nokkuð sérstakt. Endalok bardagans voru þó skrítin þar sem Tibau hafði læst „rear naked choke“ hengingunni og stöðvaði dómarinn bardagann án þess að Trujillo hefði tappað út. Trujillo var afar ósáttur við ákvörðun dómarans enda var hann enn við meðvitund.

Upphaflega ætlaði Tibau að áfrýju banninu en vildi ekki eyða tíma og peningum í málaferlum sem hefðu kannski ekki skilað miklu. Tibau sættir sig því við tveggja ára bannið sem er lágmarks refsing hjá UFC fyrir fyrsta brot. Tibau var einn af þeim fyrstu til að brjóta af sér eftir að nýja lyfjastefna UFC og USADA tók í gildi.

Tibau verður 34 ára þegar hann kemur til baka úr banninu en hann æfir hjá American Top Team. Hann er einn af þremur bardagamönnum frá American Top Team sem fallið hefur á lyfjaprófi á síðustu 12 mánuðum. Þeir Yoel Romero og Hector Lombard hafa báðir fallið á lyfjaprófi nýlega en þeir æfa einnig hjá American Top Team.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.