spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGlímukona mánaðarins: Inga Birna Ársælsdóttir

Glímukona mánaðarins: Inga Birna Ársælsdóttir

Glímukona mánaðarins að þessu sinni er Inga Birna Ársælsdóttir. Inga Birna er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu og æfir hjá Mjölni.

Inga Birna er ein af færustu glímukonum landsins og sigraði opna flokkinn á Grettismótinu sem fram fór fyrr í mánuðinum.

Hvenær og hvernig byrjaðiru að æfa BJJ?

Ég skráði mig fyrir forvitni á grunnnámskeið í Mjölni í glímu haustið 2011. Tók svo kickbox námskeið og var aðeins í því, byrjaði ekkert að glíma almennilega eftir byrjendanámskeiðið fyrr en sumarið þar á eftir s.s. 2012 og var svo næstu fjögur árin í MMA. Tók ákvörðun svo snemma árs 2016 að skipta alveg yfir í glímuna þar sem það hefur alltaf verið mesta passion-ið hjá mér.

Hvernig varstu svona góð í BJJ?

Að mæta alltaf á æfingar er lykillinn hjá mér, þó svo ég sé kannski ekki alveg 100% upplögð þá mæti ég samt en tek því þá bara rólega. Eins það að fara út fyrir þægindarammann og vera dugleg að ögra sjálfri mér, skoða nýja hluti og hafa gaman.

Hversu oft æfiru BJJ á viku?

5-6x í viku og reyni að drilla aukalega. Fer samt eftir tímabilum hversu dugleg ég er að drilla.

Hvernig finnst þér best að æfa?

Ég er alltaf búin að plana æfingarvikuna mína fyrirfram og er algjör rútínupési. Finnst gott að gera plan og fylgja því eftir.

Drillaru mikið eða tekuru meira af frjálsum glímum?

Ég geri bæði, finnst mjög gaman að glíma mikið af frjálsum glímum og finnst ég oft þá ná að uppgötva nýja hluti svoleiðis. Fæ góðan skilning fyrir því hvernig mér finnst best að nota kroppinn í hreyfingum í glímunni, prófa nýja hluti og leik mér með það. Er svo yfirleitt með einhverja sérstaka tækni í huga, tek þá í tímabilum drill með þeim pælingum og skipti svo um þegar mér finnst ég hafa náð betri tökum á því.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir mót?

Ég æfi bara eins og venjulega og reyni að breyta ekkert of mikið út af vananum. Set auka púður í drill og minnka í staðinn styrktaræfingar þegar fer að nálgast keppni.

Hver er þín besta frammistaða á móti og var eitthvað eitt atriði sem þér fannst vera lykillinn að árangrinum?

Ég var oft að díla við stress fyrir mót sem ég tengi við það að hafa ekki verið að keppa nógu mikð, setja mikla pressu og gleyma að hafa gaman. Tók ákvörðun í byrjun árs að breyta viðhorfinu og vera eins dugleg og ég get að keppa, bæði heima og úti til að fá meiri reynslu. Er búin að vera mjög aktíf, finnst það hafa breytt öllu fyrir mér og er að bæta mig með hverju mótinu svo ég myndi segja að síðasta mót hafi verið mín besta frammistaða hingað til.

Hugsaru vel um mataræðið þitt?

Já ég legg mikla áherslu á gott mataræði, meal-preppa alltaf nesti sem ég hef með mér yfir daginn. Finn gríðarlegan mun á mér á æfingum með því að skipuleggja mig þar.

Geriru einhverjar styrktar- og/eða þolæfingar með glímunni?

Já, ég tek tvær styrktaræfingar aukalega við glímuna á viku þar sem ég fókusa á sprengikraft/styrk/crosswork og fleira. Fer eftir tímabilum hvar áherslan er. Tek hins vegar ekki mikið þol aukalega, finnst ég fá það út úr frjálsu glímunni.

Skemmtilegasti æfingafélaginn?

Þeir eru alveg heilmargir. Hef gaman af því að glíma við alla á keppisæfingunum í Mjölni og læri ég alltaf af því. Svo finnst mér virkilega skemmtilegt þegar við Ólöf Embla gefum okkur tíma saman til að glíma.

Leiðinlegasti æfingafélaginn?

Þegar Axel [Kristinsson] er í skullride gír hehe

Uppáhalds íslenski glímumaður?

Mikið af mjög góðum glímumönnum, erfitt að velja úr. Finnst alltaf gaman að fylgjast með Gunna [Nelson], Sighvati [Helgasyni] og Þráni [Kolbeinssyni]. Svo tengi ég við margt sem Axel gerir og finn að ég nota sjálf mikið af tækni frá honum.

Á hvaða erlenda glímumann horfiru mest á?

Svona efst í huga eru Mackenzie Dern, Gezary Matuda, Mendes, Miyao og fleiri. Svo skoða ég líka oft bara myndbönd sem poppa upp á einhverjum af þessum glímusíðum, prófa sumt og sumt ekki.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular