spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGlímumaður mánaðarins: Halldór Logi Valsson

Glímumaður mánaðarins: Halldór Logi Valsson

halldór logi
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Halldór Logi Valsson er glímumaður mánaðarins í janúar. Halldór Logi er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu og æfir og kennir í Fenri á Akureyri.

Halldór hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari í sínum flokki og á fjöldan alla af verðlaunum frá öðrum mótum, bæði hér heima og erlendis.

Hvenær og hvernig byrjaðiru í BJJ?

Mætti á mínu fyrstu MMA æfingu 2010 þegar að Fenrir var staðsett í KA heimilinu en þar æfði ég fótbolta á þeim tíma. Ég fór oft upp og horfði á æfingar og fannst þetta afskaplega töff. Ákvað svo að láta slag standa og mæta á æfingu en entist ekki lengur en sirka hálft ár. Var síðan dreginn á BJJ æfingu hálfu ári seinna af félaga mínum þegar Fenrir var flutt í nýtt húsnæði og þá var ekki aftur snúið.

Hvernig varstu svona góður í BJJ? Þ.e. Hvað helduru að hafi stuðlað mest að því að þú varðst svona góður?

Ég held að mitt breakthtrough sé aðallega því að þakka hversu metnaðarfullur ég var þegar ég ákvað að þetta væri það sem ég vildi gera. Ég sagði mig þá úr skólanum, foreldrum til mikilla óánægju og fór að æfa af fullum krafti og vinna til þess að safna pening fyrir keppnis- og æfingarferðum. Ég græddi einnig helling á að fara í langar jiu-jitsu ferðir og æfa víðsvegar með mismunandi æfingafélögum og þjálfurum.

Hversu oft æfiru BJJ á viku?

Ég reyni að æfa að minnsta kosti einu sinni á dag jiu-jitsu með pásu á miðvikudogum. Þegar ég er í fríi í vinnuni reyni ég að taka tvær æfingar á dag og þá box eða þrek. Hef reyndar verið alltof latur.

Hvernig finnst þér best að æfa? Drillaru mikið eða tekuru meira af frjálsum glímum?

Ég glími rosalega mikið og finnst ekkert of spennandi að drilla, þó tek ég frekar oft og stutt drill heldur en að drilla sama hlutinn endalaust. Það gerir mig geðveikann.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir mót?

Ég geri hvorki meira né minna fyrir mót, held mínu striki og reyni að glíma mikið. Ég reyni ekkert sérstaklega að læra neitt nýtt heldur aðallega að æfa það sem ég er góður í og fókusa á það. Ég stefni á að fara á Evrópumeistaramótið í apríl og ætla aðeins að breyta fókus fyrir það og reyna að komast í gott form og fara niður um þyngdarflokk, skulum sjá hvernig það fer.

Hver er þín besta frammistaða á móti og var eitthvað eitt atriði sem þér fannst vera lykillinn að árangrinum?

Það er erfitt að meta bestu frammistöðuna. Ég hef keppt mikið og gengið misvel, ég keppti í London núna í október á London Open í fyrsta sinn í flokki brúnbeltinga og klárlega mitt erfiðasta mót hingað til. Gekk hrikalega vel og nældi mér í silfur í bæði mínum flokk og opna flokknum. Góðar æfingar fram að móti skiluðu klárlega árangri.

Hugsaru vel um mataræðið þitt?

Því miður alltof lítið, ég þyrfti klárlega á því að halda og það er markmið þessa árs. Taka mataræði í gegn og taka styrktaræfingar til hliðar, ætla mér niður um flokk á þessu ári og keppa eins mikið og ég get þar.

Skemmtilegasti æfingafélaginn?

Ingþór hefur klárlega verið minn besti æfingafélagi frá upphafi, kennt mér helling og lætur mig alltaf vilja æfa meira og fara lengra. Toppmaður og æfingafélagi. Skiptir líka ekki hvað manni finnst maður vera góður eða búinn að gera mikið, hann gefur mér alltaf reality check.

Leiðinlegasti æfingafélaginn?

Þennan titil fær klárlega Atli Tómasson, hann er spassi sem kann ekki að slowrolla.

Uppáhalds íslenski glímumaður?

Mjög margir á Íslandi ótrúlega góðir og sama hversu langt ég fer til að æfa eða á hversu marga staði þá er maður alltaf jafn hissa hvað levelið á Íslandi er sterkt, svo þetta er erfitt. Mér þykir þó alltaf gaman að horfa á Ómar Yamak, Daða Stein og Eið Siðurðsson, þeir eru allir sérfræðingar á sínu sviði og það eina sem er skemmtilegra en að horfa á þá keppa er að glíma við þá!

Á hvaða erlenda glímumann horfiru mest á?

Ég er ekki of aktívur að horfa á kennslumyndbond en ef ég horfi á jiu-jitsu keppni þá er það alltaf Marcus Bucheca Almeida. Hann er með game sem mig langar að spila, rosalegur sprengikraftur og ekki þetta týpíska big mans game. Mæli með Bucheca vs. Rodolfo Viera á Worlds eða gegn Roger Gracie, mínar uppahalds glimur. Fyrir tæknimyndbönd þá er það líklegast Ryan Hall sem ég horfi mest á.

Það er nóg framundan hjá Halldóri Loga en hann stefnir á Evrópumeistaramótið í nogi í apríl og stefnir á ferð til New York og St. Barths í maí. Áhugasamir geta fylgst með honum á Instagram á Halldorlogibjj.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular