0

Glímumaður mánaðarins: Ómar Yamak

Glímumaður mánaðarins í febrúar er Ómar Yamak. Ómar er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu og æfir og kennir í Mjölni.

Ómar á 23 ára afmælisdag í dag en hann er fjórfaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur unnið til fjölda annarra verðlauna bæði hér heima og erlendis.

Hvenær og hvernig byrjaðiru að æfa BJJ?

Sumarið 2011 . Sá glímumyndband á Youtube og fannst þetta áhugavert og langaði að prófa. Sá eitthvað sumarnámskeið í jiu-jitsu í Combat Gym og fór á það. Mér fannst Goggi glímuþjálfarinn einn nettasti gaur sem ég hafði séð en hann var í nogi bol og glímustuttbuxum. Ég var þar í 3-4 mánuði og fór svo í Mjölni.

Hvernig varstu svona góður í BJJ?

Rólegur, en okei takk. Held að það sé fyrst og fremst brennandi áhugi á íþróttinni og þar af leiðandi alltaf mætt vel og pælt mikið í tækni og glímu yfir höfuð.

Hversu oft æfiru BJJ á viku?

6 sinnum, stundum tvisvar á dag með einni léttri æfingu og einni harðari. Er enn að reyna finna jafnvægið í þessu.

Hvernig finnst þér best að æfa?

Eins og ég er vanur að gera þetta hingað til þá hefur það verið rólegri glíma kannski + drill í hádeginu og svo meira full on glíma á kvöldin. Fer samt líka eftir því í hvernig standi líkaminn er í. Er síðan nýbyrjaður að blanda lyftingum inn í en þá eru þær aðallega á morgnanna. Þá lyfti ég kannski á morgnana og næsta æfing væri þá bara um kvöldið.

Drillaru mikið eða tekuru meira af frjálsum glímum?

Ég geri bæði, finnst drill mikilvægt upp á að bæta nýjum hlutum inn hjá sér og vera alltaf að fínpússa stuffið sitt.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir mót?

Ég reyni að vera meðvitaður um hvernig ég mun glíma á móti og er kannski ekki jafn mikið að leika mér með nýja tækni á æfingum og forðast alla slæma vana sem koma sér illa í keppnum. Finnst líka mikilvægt að halda hausnum jákvæðum á æfingum og á keppnisdaginn.

Hver er þín besta frammistaða á móti og var eitthvað eitt atriði sem þér fannst vera lykillinn að árangrinum?

Líklega Swedish Open 2015. Er ekki alveg viss hvað hafi verið en mér gekk vel og vann flokkinn minn.

Hvaða bakgrunn hefuru úr öðrum íþróttum?

Eiginlega engan. Hef aldrei verið í öðrum íþróttum nema kannski skák.

Hugsaru vel um mataræðið þitt?

Jájá borða alveg hollt er samt ekki að stressa mig á því ef ég fæ mér nammi stundum.

Geriru einhverjar styrktar- og/eða þolæfingar með glímunni?

Lyfti tvisvar í viku og jóga stundum líka. Svo glími ég bara fyrir þolið.

Skemmtilegasti æfingafélaginn?

Kristjan Helgi

Leiðinlegasti æfingafélaginn?

Kristján Helgi

Uppáhalds íslenski glímumaður?

Kristján Helgi

Á hvaða erlenda glímumann horfiru mest á?

Uppáhalds glímugaurinn minn er Lucas Lepri því hann er svo mikið all around góður og með fáranlega clean tækni. Horfi samt örugglega mest á Rafael Mendes því hann er í ruglinu hann er svo góður.

ómar yamak

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.