spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGoðsögnin: Maurice Smith

Goðsögnin: Maurice Smith

smith champ

Það þekkja sennilega ekki allir nafnið Maurice Smith en hans verður fyrst og fremst minnst fyrir að vera annar UFC meistari sögunnar í þungavigt.

Smith barðist við marga af þeim allra bestu í MMA á sínum tíma eins og Bas Rutten, Mark Coleman, Ken Shamrock og Kevin Randleman sem lést í nótt. Hann barðist í Pancrase, Pride, Strikeforce og UFC.

smith-gif

Upphafið

Lítið er vitað um upphaf Maurice Smith. Hann fæddist í Washington og æfði ungur hinar ýmsu bardagalistir eins og Taekwondo, Karate og kínverska bardagaíþrótt sem kallast Wing Chun. Hann hóf bardagaferilinn í sparkboxi ungur eða aðeins 19 ára gamall.

Hann tók sinn fyrsta MMA bardaga í nóvember 1993 en nokkrum árum áður hafði hann tekið bardaga gegn Minoru Suzuki þar sem blandaðar reglur giltu en er þó ekki skráður sem MMA bardagi.

Maurice-Smith

Einkenni

Maurice Smith var nokkuð hávaxinn sparkboxari. Hann barðist á tíma þegar menn komust upp með að vera svolítið einhæfir en þurfti þó að hafa einhverja felluvörn. Hann var einn af þeim fyrstu sem lagði áherslu að lágspörk í MMA og var því ákveðinn brautryðjandi í íþróttinni.

Eftir að hafa tapað sparkbox bardaga árið 1982 vegna þreytu hét hann því að lenda aldrei í því sama aftur. Hann lagði því alltaf mikla áherslu á þolæfingar sem var nokkuð sem fáir gerðu á þeim tíma. Hann var því alltaf í afar góðu formi og var það nokkuð sem Frank Shamrock tók frá honum.

„A fighter with superior conditioning and mediocre skills can defeat a fighter with superior skills and mediocre conditioning,“ sagði Maurice Smith eitt sinn.

Stærstu sigrar

Stærsti sigur Maurice Smith var án efa gegn Mark Coleman árið 1997 á UFC 14. Coleman var meistarinn í þungavigt og gríðarlega sterkur glímumaður. Smith náði að halda Coleman frá sér og sparka fætur hans sundur og saman þar til tíminn rann út og sigur á stigum var í höfn. Maurice Smith tókst því að tryggja sér þungavigtarbeltið í UFC. Fram að þessu höfðu glímumennirnir nánast alltaf unnið „strikerana“ en þarna hafði Smith sigrað afar sterkan glímumann sem þótti mjög markvert.

smith-coleman

Smith átti nokkra aðra góða sigra eins og flottan sigur gegn Marco Ruas á UFC 21, sigur á Tank Abbott á UFC 15 og eftirminnilegt rothögg gegn Marcus Silveira. Enginn þeirra getur þó jafnast á við að vinna titilinn gegn Coleman.

Verstu töp

Maurice Smith var aldrei rotaður í MMA í 28 bardögum. Hann tapaði nokkuð oft á uppgjafartaki en versta tapið verður hins vegar að teljast þegar hann tapaði UFC titilinum gegn Randy Couture á bardagakvöldi sem kallað var UFC Japan. Bardaginn var nokkuð jafn en Couture sigraði á stigum.

Fáir vita

Smith á að baki 71 bardaga í sparkboxi. Af þeim sigraði hann 53, 22 með rothöggi og vann titla í K-1 og WKA (World Kickboxing Association).

Maurice Smith barðist sinn síðasta MMA bardaga árið 2013. Hans fyrsti sparkbox bardagi var árið 1980 sem þýðir að hann barðist í 33 ár frá aldrinum 19 til 51 árs, geri aðrir betur.

smith rua

Hvar er hann í dag?

Smith er aðeins nýhættur að berjast. Hann hefur lýst yfir áhuga á að starfa sem lýsandi eða greinandi fyrir bardagakvöld en óvíst er hvernig honum gengur á þeim vígstöðvum. Hann á að baki langan og magnaðan feril sem bardgamaður og hefur skrifað nafn sitt rækilega í sögubækurnar.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular