spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGSP, Donald Cerrone, Björn Rebney og fleiri með stóra tilkynningu á miðvikudaginn

GSP, Donald Cerrone, Björn Rebney og fleiri með stóra tilkynningu á miðvikudaginn

gspÁ miðvikudaginn kemur stór tilkynning sem á eftir að breyta MMA heiminum. Nöfn á borð við Georges St. Pierre, Cain Velasquez, Björn Rebney, Donald Cerrone, Tim Kennedy og T.J. Dillashaw standa að tilkynningunni.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem send var út fyrr í dag, mánudag. Á miðvikudaginn verður þessi stóra tilkynning gerð opinber en þangað til vildu þeir sem standa að þessu ekkert gefa upp um hvað málið snýst.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að þetta muni breyta MMA bransanum. Georges St. Pierre (GSP), Velasquez, Dillashaw og Kennedy eru allir kúnnar hjá umboðsskrifstofunni CAA. CAA er einn stærsti keppinautur WME-IMG sem keypti UFC í sumar.

Tim Kennedy og Donald Cerrone hafa báðir opinberlega tjáð sig um nauðsyn þess að stofna verkalýðsfélag fyrir bardagamenn í MMA. Samningaviðræður GSP við UFC hafa gengið erfiðlega en hann langar að berjast aftur eftir að hafa hætt árið 2013.

Björn Rebney stofnaði Bellator á sínum tíma en hefur ekkert sést síðan hann var rekinn þaðan árið 2014.

Líklegast tengist þetta stofnun verkalýðsfélags fyrir bardagamenn en lengi hefur verið talað um skort á afli sem verndar bardagamennina gagnvart stóru bardagasamtökunum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular