spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGSP: Samkvæmt samningnum mínum þarf ég að berjast við Robert Whittaker

GSP: Samkvæmt samningnum mínum þarf ég að berjast við Robert Whittaker

Georges St. Pierre er heint ekki viss hver hans næsti andstæðingur verður. St. Pierre vann millivigtartitilinn um síðustu helgi og er ekki tilbúinn að lofa því að hans næsti bardagi verði titilvörn gegn Robert Whittaker.

Georges St. Pierre (GSP) sigraði Michael Bisping með hengingu í 3. lotu í aðalbardaga UFC 217 um síðustu helgi. Þar með tryggði hann sér millivigtartitil UFC og er nú einn af fáum bardagamönnum sem unnið hefur titla í tveimur þyngdarflokkum í UFC.

Eftir bardagann sagði Dana White, forseti UFC, að GSP þyrfti að berjast við Robert Whittaker. Whittaker er bráðabirgðarmeistari UFC og vilja flestir sjá beltin sameinuð en GSP er ekki endilega á sama máli.

„Ég veit ekki neitt. Við sjáum hvað setur. Ég er mjög hamingjusamur. Ég vil taka einn bardaga í einu, leysa eitt vandamál í einu og taka ákvörðun út frá því,“ sagði St. Pierre við The MMA Hour í gær.

GSP virðist ekki vera tilbúinn að skuldbinda sig til að vera áfram í millivigtinni en hann hafði alla tíð barist í veltivigt áður en hann mætti Bisping.

„Samkvæmt samningnum mínum þarf ég að berjast við Robert Whittaker. Þetta gekk nokkuð vel í millivigt. Ég var kannski minni í bardaganum en ég var hraðari, mér fannst ég vera betri íþróttamaður. Ég hafði forskot á ákveðnum stöðum en kannski var stærðin og þyngdin ekki með mér.“

„Robert Whittaker er frábær bardagamaður og ótrúlegur bardagalistamaður. Hann er frábær meistari. Ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um Robert Whittaker. Ég var að berjast mjög erfiðan bardaga. Ég er enn marinn eftir það og er slæmur í hálsinum. Ég þarf smá frí. Ég ætla að fara í frí, hreinsa hugann og sjá hvað verður næst. Tek nokkrar vikur og svo tek ég ákvörðun. Ég hef engan áhuga á að frysta þyngdarflokkinn. Það er ekki það sem ég geri.“

Það verður því afar áhugavert að sjá hver næstu skref verða hjá GSP. Bardagi gegn Conor McGregor hefur verið nefndur til sögunnar enda væri það stærsti bardaginn fjárhagslega séð sem UFC gæti sett saman. Þá hefur veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley óskað eftir bardaga gegn goðsögninni.

„Dana ræður þessu, sjáum til hvað gerist. Ég þarf frí núna. Ég brann út áður fyrr þar sem ég var of mikið að hugsa langt fram í tímann. Það getur verið algjör tíma- og orkusóun þegar þú veist ekki hvað mun gerast.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular