0

Glæsilegur árangur á risastóru boxmóti í Svíþjóð

Íslenskir hnefaleikamenn komu heim með þrjú gull og þrjú silfur á einu stærsta boxmóti heims um síðustu helgi. 10 íslenskir hnefaleikakappar öttu kappi á mótinu og komu svo sannarlega ekki tómhentir heim.

Um 450 keppendur víðsvegar að úr heiminum tóku þátt á hinu árlega ACBC boxmótinu sem fram fór í Gautaborg í Svíðþjóð. Þetta er ein stærsta áhugamannakeppni hnefaleikaheimsins og tóku um 450 keppendur víðsvegar að úr heiminum þátt að þessu sinni. Mótið stóð yfir í þrjá daga og fóru fram um 300 viðureignir.

Kjartan Valur Guðmundsson, yfirþjálfari VBC/Hnefaleikafélags Kópavogs, leiddi hópinn út en hópurinn samanstóð af níu keppendur frá VBC og einum frá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar.

„Gróskan er mikil í Íslenska hnefaleikaheimnum. Það hafa aldrei áður verið jafn margir öflugir boxarar tilbúnir og klárir til að keppa eins og núna. Árangurinn okkar á þessu stóra og sterka móti sýnir jafnframt hversu langt við erum komin, sérstaklega miðað við það að það eru ekki svo mörg ár síðan iðkun hnefaleika var bönnuð á Íslandi. Það var svakalega gaman að fara með þennan hóp út. Virkilega góður liðsandi og öll sem eitt tilbúin til að gera það sem þurfti til að ná árangri. Þrjú gull og þrjú silfur segja alla söguna um það,“ segir Kjartan Valur er fram kemur í fréttatilkynningu.

Á verðlaunapall fóru eftirfarandi keppendur:

Emin Kadri (VBC/HFK), gulllverðlaun í -66 kg flokki unglinga
Bárður Lárusson (VBC/HFK), silfurverðlaun í B flokki -60 kg
Jakub Sebastian Warzycha (VBC/HFK), silfurverðlaun í B flokki -75 kg
Kristján Ingi Kristjánsson (VBC / HFK), gullverðlaun í B flokki -91 kg
Þórður Bjarkar Árelíusson (VBC / HFK), gullverðlaun í A flokki -56 kg
Arnór Már Grímsson (HFH), silfurverðlaun í A flokki, -69 kg

Aðrir keppendur voru Hróbjartur Trausti Árnason, Tinna Von Gísladóttir Waage, Jafet Örn Þorsteinsson og Ásgrímur Egilsson en þeir tveir síðastnefndu töpuðu báðir sínum viðureignum á naumasta mögulega hátt á klofnum dómaraúrskurði.

„Ég er gríðarlega stoltur af okkar fólki og mér finnst eins og hnefaleikar séu komnir á mjög hátt plan hér á Íslandi. Við eigum orðið atvinnufólk í íþróttinni af báðum kynjum og þau eru að standa sig gríðarlega vel. Svo eru hrein og klár forréttindi að fá beint í æð að sjá næstu kynslóð hnefaleikafólks vaxa úr grasi. Það er öflugt starf í gangi í mörgum klúbbum, samkeppnin alltaf að aukast og viðureignirnar á milli boxara innanlands alltaf að verða meira og meira spennandi. Þegar við keppum á erlendri grundu þá stöndum við síðan þétt saman og bökkum hvort annað upp. Það er gaman að vera hluti af íslensku hnefaleikasenunni þessa dagana og vonandi höldum við bara áfram á þessari braut.“

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.