Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Poirier vs. Pettis

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Poirier vs. Pettis

Það fölnar allt í samanburði við UFC 217 sem fram fór um síðustu helgi en það breytir því ekki að bardagakvöldið á morgun er fjandi gott. Fyrir utan frábæran aðalbardaga eru gullmolar eftir öllu kvöldinu, kíkjum á það helsta.

Einvígi í léttvigt

Anthony Pettis og Dustin Poirier eru báðir reyndir bardagakappar á besta aldri. Sumir hafa hugsanlega afskrifað Pettis vegna slæms gengis undanfarin misseri en þessi íþrótt er sveiflukennd og hann er enn til alls líklegur. Á sama tíma er Poirier enn að reyna að klífa fjallið, komast í titilbardaga og sigur gegn Pettis væri mjög mikilvægur í þeim leiðangri. Hvernig sem þetta endar ætti bardaginn að verða mikið fyrir augað.

Kveðjubardagi hins ódauðlega

Bardagi Matt ‘The Immortal’ Brown gegn Diego Sanchez á að vera sá síðasti á ferli Brown. Brown hefur tapað fimm af síðastu sex bardögum en það var allt gegn mjög erfiðum andstæðingum. Hér fær hann fórnarlamb sem hann ætti að geta afgreitt nokkuð örugglega. Þó má aldrei vanmeta Sanchez en hann vann bæði Jim Miller og Marcin Held í fyrra.

Mikilvægur bardagi í bantamvigt

Einn besti bardagi kvöldsins er topp 10 bardagi á milli John Dodson og Marlon Moraes. Moraes rétt tapaði sínum fyrsta bardaga í UFC gegn Raphael Assunção en á klárlega heima meðal þeirra bestu í þyngdarflokknum. Hér mætir hann hinnum leifturhraða Dodson og útkoman ætti að verða flugeldasýning.

Tveir af gamla skólanum

Þeir eru ekki hátt skrifaðir á styrkleikalistum þessa dagana en MMA aðdáendur vita hvað þeir eru að fá þegar þeir horfa á bardaga á milli Joe Lauzon og Clay Guida. Þessi gæti hæglega orðið bardagi kvöldsins.

Aðrir áhugaverðir

Andrei Arlovski er hálfpartinn hent fyrir úlfana þegar hann mætir spennandi efnivið í þungavigt, Junior Albini. Hinn 26 ára Albini hefur unnið tíu bardaga í röð og átta af þeim hefur hann klárað. Fleiri spennandi bardaga má finna á kvöldinu en hér er nokkur kunnugleg nöfn: Sage Northcutt, Angela Hill, Raphael Assunção, Nate Marquart og Court McGee. Þetta kallast nokkuð þétt Fight Night kvöld.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular