spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGuðlaugur Þór tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu

Guðlaugur Þór tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu

Guðlaugur Þór Einarsson var rétt í þessu að berjast á Cage Warriors 99 bardagakvöldinu í Colchester. Guðlaugur Þór mætti Ian Garry frá Írlandi og tapaði eftir tæknilegt rothögg.

Bardaginn fór fram í millivigt (84 kg) og var um áhugamannabardaga að ræða. Guðlaugur hafði fyrir bardagann unnið báða sína bardaga og klárað þá báða. Andstæðingur hans, Ian Garry, er mikið efni og var fyrir bardagann 5-1 sem áhugamaður. Auk þess er hann svart belti í júdó og með yfir 50 bardaga í sparkboxi. Garry æfir hjá Chris Fields hjá SBG en Fields hefur margoft komið til Íslands og er hluti af SBG á Írlandi.

Guðlaugur byrjaði bardagann á nokkrum lágspörkum og tók svo Garry niður. Guðlaugur fór svo í „guillotine“ henginguna eins og hann er þekktur fyrir en Garry varðist vel og náði að sleppa. Eftir það náði Garry að komast aftan að Guðlaugi þar sem hann náði nokkrum þungum höggum í gólfinu. Guðlaugor stóð upp en Garry tók hann aftur niður þar sem hann kýldi Guðlaug þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Dómarinn stöðvaði bardagann nokkuð snemma eins og venjan er í áhugamannabardögum.

Sigur hjá Garry eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu niðurstaðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular