0

Úrslit UFC Fight Night: Ponzinibbio vs. Magny

UFC var með bardagakvöld í Argentínu í fyrsta sinn í nótt. Santiago Ponzinibbio var þar í aðalbardaga kvöldsins og mætti Neil Magny.

Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio var á heimavelli í nótt. Ponzinibbio stjórnaði bardaganum allan tímann og hamraði Magny niður með lágspörkum. Þegar leið á bardagann átti Magny erfitt með að standa eftir lágspörkin. Í 4. lotu kláraði Ponzinibbio svo Magny með beinni hægri og tryggði sér þar með sjöunda sigur sinn í röð. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Santiago Ponzinibbio sigraði Neil Magny með rothöggi eftir 2:36 í 4. lotu.
Fjaðurvigt: Ricardo Lamas sigraði Darren Elkins með tæknilegu rothöggi eftir 4:09 í 3. lotu.
Léttþungavigt: Johnny Walker sigraði Khalil Rountree Jr. með rothöggi eftir 1:57 í 1. lotu.
Millivigt: Ian Heinisch sigraði Cezar Ferreira eftir dómaraákvörðun. (30-27, 29-28, 29-28).
Bantamvigt: Marlon Vera sigraði Guido Cannetti með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:31 í 2. lotu.
Hentivigt (118 pund): Cynthia Calvillo sigraði Poliana Botelho með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:48 í 1. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Veltivigt: Michel Prazeres sigraði Bartosz Fabiński með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 1:02 í 1. lotu.
Fluguvigt: Alexandre PantojasigraðiUlka Sasaki með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:18 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Austin Arnett sigraði Humberto Bandenay eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Laureano Staropoli sigraði Hector Aldana eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttvigt: Jesus PinedosigraðiDevin Powell eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Nad Narimani sigraði Anderson dos Santos eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.