spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar afslappaður fyrir kvöldið

Gunnar afslappaður fyrir kvöldið

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson mætir Demian Maia í kvöld á UFC 194 í stærsta bardaga Íslandssögunnar. Gunnar er engu að síður mjög afslappaður þessa stundina og ekki að sjá að hann eigi stóran bardaga fyrir höndum.

Þeir Gunnar og Conor McGregor dvelja saman í glæsilegri villu í Las Vegas og hafa undirbúið sig saman fyrir kvöldið undanfarna mánuði. Þeir náðu báðir tilsettri þyngd í gær í vigtuninni og eyddu gærkvöldinu í að éta endalaust.

Í undirbúningi fyrir bardagann réð Conor til sín sérstakt lið sem sá um niðurskurðinn. Þeir eyddu öllu gærkvöldinu í að elda mat ofan í þá Gunnar og Conor til að koma þeim í rétt stand fyrir kvöldið. Conor sker mikið niður og þarf því rétta næringu til að vera upp á sitt allra besta í kvöld.

„Gunnar og Conor eru báðir mjög hressir á því en voru þó fúlir að sjá Artem Lobov tapa í gær. Það er allavegana ekki að sjá á þeim að þeir séu að fara að keppa sína stærstu bardaga á ferlinum í kvöld,” sagði Jón Viðar Arnþórsson í samtali við MMA Fréttir. Artem Lobov er liðsfélagi þeirra Gunnars og Conor og barðist við Ryan Hall í gær á úrslitakvöldi The Ultimate Fighter. Lobov tapaði eftir dómaraákvörðun.

Jón Viðar verður í horninu hjá Gunnari í kvöld er hann mætir Maia. Auk þess að borða horfðu þeir Gunnar og Jón Viðar á myndina Hancock með Will Smith í aðalhlutverki. „Gunni er alltaf að láta mig horfa á leiðinlegar myndir sem ég sofna yfir. Og sama hveru leiðinlegar eða lélegar myndir þetta eru verður Gunni alltaf að klára þær. Hann verður að sjá endann,“ sagði Jón Viðar í léttum dúr.

Í dag tekur við afslöppun áður en haldið er í MGM höllina um fimm leitið en Gunnar berst milli sjö og átta í kvöld á Vegas tíma.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bardagi Gunnars ætti að byrja í kringum 3:30 en allir ættu að vera búin að koma sér fyrir kl 3.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular