Monday, April 22, 2024
HomeErlentEddie Bravo telur að Maia muni vinna Gunnar

Eddie Bravo telur að Maia muni vinna Gunnar

bravo conor
Eddie Bravo og Conor McGregor.

Jiu-jitsu goðsögnin Eddie Bravo gaf sína spá fyrir bardaga Demian Maia og Gunnars Nelson. Bravo er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og afar vinsæll glímumaður.

Í hlaðvarpi Bravo, Just Roll, fór Bravo yfir hvað mun gerast að hans mati í bardaga Gunnars og Demian Maia. Bravo telur að þetta verði gífurlega jafn bardagi en telur að Maia muni hafa yfirhöndina.

„Það er erfitt að segja. Ef þetta væri ADCC glíma myndi Maia pottþétt vinna og myndi ég veðja á hann. En þegar þú ert með högg, olnboga og spörk veistu í raun ekki hvernig þetta mun líta út. Maia gæti tekið hann niður og bara valtað yfir hann í gólfinu, passað guardið [komast framhjá löppunum] og Gunnar Nelson fær ekki neitt svigrúm til að anda. Það gæti gerst,“ sagði Bravo.

„Eða Maia tekur hann niður en getur ekki passað guardið hans og þetta verður hálfgerð pattstaða í gólfinu. Eða kannski mun Demian Maia ekki geta tekið hann niður? Kannski tekur Gunnar hann niður og kemur öllum á óvart og valtar yfir Maia? Ég bara veit það ekki. Ef ég þyrfti að giska með byssu miðaða á hausinn á mér myndi ég segja að Demian Maia taki hann niður en nái ekki að klára hann. Hann mun ekki getað náð yfirburðarstöðu á Gunnari og þetta endar í dómaraákvörðun Maia í vil eftir jafnan bardaga.“

Bravo hélt áfram og gat séð fyrir sér að Maia myndi valta yfir Gunnar í gólfinu en sigur eftir jafna dómaraákvörðun væri líklegasta niðurstaðan að hans mati. „Maia gæti passað guardið hans auðveldlega, komist í mount og bara lúbarið hann eða tekið bakið hans. Það gæti gerst. En ég held að þetta verði frekar hálfgerð pattstaða í gólfinu.“

Bardagi Gunnars Nelson og Demian Maia fer fram á UFC 194 í kvöld. Bein útsending frá kvöldinu hefst á Stöð 2 Sport kl 3 en bardagi Gunnars ætti að hefjast um kl 3:30.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular