spot_img
Tuesday, November 5, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar búinn að ná vigt

Gunnar búinn að ná vigt

Gunnar Nelson vigtaði sig inn 77 kg í morgun. Hann er því búinn að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sinn gegn Gilbert Burns á morgun.

Formleg vigtun fór fram kl. 9 til 11 í morgun á hóteli bardagamanna í Kaupmannahöfn. Gunnar þurfti lítið að taka af sér í morgun og fór í létta gufu. Gunnar var 170 pund í vigtuninni (77 kg) en leyfilegt er að vera einu pundi yfir nema um titilbardaga sé að ræða.

Gilbert Burns var aftur á móti 171 pund í vigtuninni. Burns var síðastur til að vigta sig inn en hann kom kl. 10:10 og hafði því ennþá nægan tíma til að vigta sig inn.

Sjónvarpsvigtunin fer síðan fram kl. 16:00 á íslenskum tíma í dag.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular