spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGunnar: Held að þetta verði rothögg hjá Conor í 1. lotu

Gunnar: Held að þetta verði rothögg hjá Conor í 1. lotu

Mynd: Snorri Björns.

Gunnar Nelson hefur tröllatrú á Conor McGregor fyrir bardagann gegn Dustin Poirier. Gunnar telur að Conor klári Poirier strax í 1. lotu.

Conor McGregor mætir Dustin Poirier á UFC 257 um helgina. Bardaginn fer fram á Abu Dhabi í Etihad Arena og verður fyrsta stóra bardagakvöld árisns.

Gunnar hefur ekki barist síðan í september 2019 og ekki getað farið til Írlands til æfinga lengi vegna kórónuveirunnar. Gunnar er þó alltaf í góðu sambandi við Conor McGregor og John Kavanagh, þjálfara sinn og Conor. Gunnar segir að það sé gott hljóð úr æfingabúðum Conor fyrir bardagann um helgina.

„Ég tala alltaf við þá báða reglulega. Var bara að tala við Conor á þriðjudaginn en Ariel Helwani hafði samband við mig og vildi fá einhverja sögu frá Conor fyrir ESPN. Ég var aðeins að spjalla við Conor um það,“ sagði Gunnar.

Conor barðist síðast í janúar á síðasta ári þar sem hann kláraði Donald Cerrone snemma í 1. lotu. Conor virðist þessa dagana vera mjög einbeittur og virkar í fanta formi.

„Það lítur út fyrir að þetta hafi verið alvöru camp. Hugsa að hann eigi eftir að lúskra á Dustin. Líka svona ef maður horfir á stílana, þá finnst mér Dustin vera rough and ready, ógeðslega góður eins og hann hefur sýnt en ég held að Conor eigi bara eftir að hitta hann mikið og er ekkert viss um að Dustin geti tekið höggunum hans. Eini sénsinn fyrir Dustin er ef bardaginn dregst á langinn. Þá er Dustin svo mikill warrior en ég hugsa að hann sé ekki nægilega góður í jörðinni til að koma Conor í eitthvað svaka klandur þar nema menn séu orðnir lurkum lamdir. Held bara að Conor eigi eftir að outstrika hann standandi.“

Conor McGregor hefur grætt vel á sínum ferli og nokkrum sinnum tilkynnt að hann sé hættur í MMA. Hann hefur þó alltaf dregið það til baka og virðist ennþá hafa mikinn áhuga á að berjast þrátt fyrir að hann þurfi þess ekki fjárhagslega séð. Aðdáendur hafa velt því fyrir sér hvort Conor sé með sama hugarfar og þegar hann var upp á sitt besta.

„Já ég held að hann sé ennþá alveg all in, held að hann sé ennþá mjög obsessed með allt svona. Ég veit bara að hann tekur svona flug, virðist núna vera á algjöru flugi og þegar hann er á svona flugi þá er hann alveg manískur. Þá gerir hann ekki neitt annað og hugsar ekki um neitt annað en bardagann. Þá bætir hann sig helling og kemur sér í geggjað form og er drullu góður.“

„Með hugarfarið þá veit ég það ekki almennilega ef ég á að segja eins og er. Ég hef ekki verið í kringum hann í lengri tíma núna. En mér skilst og það sem ég hef heyrt eftir samtöl við John [Kavanagh] þá er hann helvíti mótiveraður núna.“

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Fyrir hvern bardaga hjá Conor tala þjálfarar hans um að Conor hafi aldrei verið betri og æfingabúðirnar hafi gengið frábærlega. Eftir bardagann heyrast stundum sögur um að æfingabúðirnar hafi ekki verið eins frábærar og talað var um.

Conor hefur sjálfur talað um að hann hafi ekki verið nógu einbeittur fyrir bardagann gegn Khabib og hafi verið upp á sitt versta í þeim bardaga. „Í æfingabúðunum fyrir Khabib þá vissi ég ekki allt sem var í gangi. Það var eitt og annað í gangi þar sem ég vissi ekki af á þeim tíma en ég hefði átt að vera í campinu hans fyrir Khabib. Ég er bara ekki viss um að hann hafi haft æfingafélagana sem hann þurfti í því campi. Ef þú ert jafn góður og Conor og ert ekki með réttu æfingafélagana, þá geturu auðveldlega orðið mjög overconfident því þér gengur svo vel á æfingum. Þú þarft að eiga líka erfiðar æfingar þar sem þú kemur heim og getur ekki hætt að hugsa um æfingarnar.“

conor mcgregor Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor sigraði Dustin Poirier þegar þeir mættust fyrst í september 2014. Síðan þá hafa báðir bardagamenn vaxið mikið en Gunnar býst við svipuðum úrslitum og síðast.

„Ég get vel séð að þetta verði bara rothögg í 1. lotu eins og síðast. Vona bara að Conor verði í formi og tilbúinn til að fara aðeins áfram ef hann nær ekki að klára hann í fyrstu tveimur lotunum. Þá vona ég að hann geti verið tilbúinn til að pace-a sig. Ef hann verður ekki tilbúinn fyrir það þá er það sénsinn hans Dustin. Ef Conor nær ekki að rota hann en heldur góðum dampi, svipað og hann gerði gegn Holloway á sínum tíma og fleiri bardögum, heldur þéttri pressu og er bara sharp allan tímann, þá held ég að hann eigi eftir að outstrika hann.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular