spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar: Langt síðan maður gat æft eins og maður

Gunnar: Langt síðan maður gat æft eins og maður

Mynd: Snorri Björns.

Gunnar Nelson vonast eftir að fá bardaga á næstunni en gerir sér ekki of miklar vonir. Gunnar segist vera í fínu standi en þurfi að eiga almennilegar æfingabúðir.

Gunnar hefur ekki barist síðan í september 2019 þegar hann tapaði fyrir Gilbert Burns. Síðan þá hefur Gunnar jafnað sig á meiðslum sem voru að plaga hann en hefur ekki verið bókaður í annan bardaga.

„Standið á mér er fínt. Er ekki búinn að sparra almennilega í langan tíma þar sem allt er búið að vera lokað. Við vorum að opna aftur og erum búin að fá Steve Owens hingað [írskur bardagamaður sem er fluttur til Íslands] þannig að þetta er farið af stað. Núna förum við að skipuleggja eitthvað,“ sagði Gunnar á dögunum.

„Núna langar mig bara að ná góðum æfingabúðum. Það er langt síðan maður gat æft eins og maður, þ.e.a.s. bardagaíþróttir með tilheyrandi snertingu og sínum æfingafélögum. Það gengur ekki að vera með tveggja metra bil í þessu en skrokkurinn er góður.“

John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði á dögunum að Gunnar væri að leitast eftir bardaga. Kavanagh nefndi að Gunnar gæti barist þann 27. mars á UFC 260 en Gunnar heldur væntingum í hófi.

„Vonandi getum við farið að hefja æfingabúðir sem fyrst og að það komi ekki upp einhver önnur bóla. En ég vil ekki gera mér einhverjar alltof miklar vonir og svo kemur breska bólan hingað og allt lokar aftur. Við erum nokkrum sinnum búin að opna og svo þurft að loka aftur, opna og loka aftur. Það er hægt að missa móðinn aðeins. Þannig að ég ætla bara að halda þessu trukki núna og þið fáið að heyra það frá mér ef ég er með eitthvað.“

Gunnar hefur lítið getað æft bardagaíþróttir á síðustu mánuðum vegna Covid lokunar en hefur nýtt tímann í þrek- og styrktarþjálfun. Kavanagh talaði um að „Gunnar væri orðinn risastór!”.

„Ég er búinn að vera að lyfta og þyngjast aðeins þannig að ég finn ég er orðinn sterkari. Ég er bara spenntur fyrir að byrja almennilegar æfingabúðir og æft bardagaíþróttir.“

Santiago Ponzinibbio, sem potaði illa í augu Gunnars þegar þeir mættust 2017, var rotaður af Li Jingliang fyrr í janúar. Það gladdi marga Íslendinga að sjá Ponzinibbio tapa.

„Ég á eftir að sjá bardagann en veit að hann var ekkert svo langur. En ég er búinn að sjá rothöggið og það var bara yndislegt. Það voru nokkrir að senda á mig klippur af rothögginu. Ég er svo sem löngu hættur að spá í þeim manni, en ég hef ákveðna óbeit á honum. Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn.“

Li Jingliang er á sömu umboðsskrifstofu og Gunnar, Paradigm MMA. „Ég hef svo sem ekki sent honum kveðju eða þakkað fyrir. Veit ekki hvernig enskan hans er en þetta var vel gert hjá honum.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular