Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the td-cloud-library domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/mmafrettir.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Gunnar Nelson fær Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum í Skotlandi |
spot_img
Wednesday, April 23, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson fær Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum í Skotlandi

Gunnar Nelson fær Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum í Skotlandi

Gunnar Nelson
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Gunnar Nelson er kominn með sinn næsta bardaga! Gunnar fær Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí.

Þetta herma heimildir MMA Frétta en Vísir hefur einnig staðfest þetta. UFC hefur núna staðfest bardagann.

Gunnar Nelson stefnir á þrjá bardaga í ár og fær Gunnar sinn annan bardaga á árinu í júlí. Þá verður hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí. Síðast sáum við Gunnar vinna Alan Jouban með hengingu í 2. lotu í mars.

Andstæðingur hans í Glasgow verður Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio sem er í 13. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Ponzinibbio hefur unnið fjóra bardaga í röð og er 6-2 í UFC.

Ponzinibbio er þrælgóður standandi með 13 sigra eftir rothögg en er auk þess svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Af töpunum hans þremur hafa tvö komið eftir rothögg en hann hefur aldrei tapað eftir uppgjafartak.

Gunnar Nelson: Aldrei séð Santiago berjast

Gunnar hefur einu sinni áður verið í aðalbardaganum í UFC. Þá mætti hann Rick Story í Stokkhólmi en mátti sætta sig við tap eftir dómaraákvörðun. Gunnar átti svo auðvitað að mæta Dong Hyun Kim í aðalbardaganum í Belfast en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Þetta verður í annað sinn sem UFC heimsækir Glascow en þá voru þeir Michael Bisping og Thales Leites í aðalbardaga kvöldsins. Gríðarlega góð stemning var meðal áhorfenda í höllinni og má búast við því sama þegar Gunnar stígur á stokk í júlí.

UFC staðfesti í morgun bardaga Joanne Calderwood og Cynthiu Calvillo en sá bardagi verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið