Monday, September 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson gegn Omari Akhmedov - Ári síðar

Gunnar Nelson gegn Omari Akhmedov – Ári síðar

omari

Í dag er akkúrat ár liðið frá bardaga Gunnars Nelson í London gegn Omari Akhmedov. Það er því tilvalið að rifja upp minningar Óskars Arnar frá þessari helgi og bardaganum sjálfum. 

Þetta var annað UFC bardagakvöldið sem ég hafði farið á en það fyrsta var í Nottingham á Englandi árið 2012. Kvöldið í Nottingham var eftirminnilegt ekki síst vegna þess að bardaginn, gegn DaMarques Johnson, var fyrsti bardagi Gunnars í UFC. Tilfinningin fyrir bardaganum í London var aðeins önnur. Gunnar var orðinn þekktari stærð og væntingar til hans voru miklar. Á sama tíma var vitað að andstæðingurinn var mjög hættulegur. Omari Akhmedov hafði aldrei farið í þriðju lotu í fjórtán bardögum. Fyrir þennan bardaga hafði hann afgreitt síðustu níu andstæðinga sína í fyrstu lotu. Það þurfti því ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér fyrsta tap Gunnars gegn rússneska skrímslinu.

Helgin fór rólega af stað. Ég og vinur minn kíktum á vigtunina á föstudeginum og létum taka myndir af okkur með Joe Silva og Forrest Griffin eins og smástelpur á Justin Bieber tónleikum. Aðalbardagi helgarinnar var bardagi Alexander Gustafsson gegn Jimi Manuwa. Sá bardagi var nokkuð spennandi en það sem er eftirminnilegt er hversu stór stjarna Svíinn var orðinn eftir stríð hans gegn Jon Jones sex mánuðum áður.

Það er ólýsanleg upplifun að sitja í stórri íþróttahöll og sjá UFC með berum augum. Besta útsýnið er auðvitað úr sófanum heima en lætin í fólkinu og viðbrögðin við hverju höggi gera upplifunina á staðnum rafmagnaða. Á báðum þessum kvöldum sem ég hef farið á hefur alltaf verið einhver brandari í gangi á meðal fólksins í salnum. Í Nottingham fannst fólki voða fyndið þegar tveir mættust sem báðir hétu John (John Hathaway og John Maguire). Allt kvöldið var einhver að kalla „Go on John“. Í London fannst öllum viðurnefni eins bardagamanns mjög fyndið, þ.e. Cheesecake (Danny Mitchell). Allt kvöldið mátti heyra eitthvað á borð við „Come on Cheescake“. Ég tók upp þegar Gunnar gengur inn í salinn undir lagi Hjálma, ég fæ ennþá gæsahúð.

https://www.youtube.com/watch?v=B9fIsnlimJg&feature=youtu.be

Gunnar hafði ekki barist í meira en ár en hnémeiðsli höfðu haldið honum frá keppni. Það voru því margir spenntir fyrir því að sjá hvernig hann kæmi til baka. Það er óhætt að segja að Gunnar hafi ekki valdið vonbrigðum.

Bardaginn var stuttur, aðeins rúmar fjórar mínútur, en tíminn virtist líða hægar þegar þetta var að gerast fyrir framan nefið á mér. Gunnar var alveg óhræddur og ógnaði Rússanum standandi þar til honum tókst að slá hann niður. Gunnar elti hann í gólfið og lagði að lokum gullfallega gildru sem endaði með hengingu og uppgjöf Rússans. Sjón er sögu ríkari.

finish

Ég held að það sé mikilvægt fyrir alla MMA aðdáendur að upplifa kvöld sem þetta. Helgin þarf ekki að kosta meira en 150.000 kr. en þetta eru dýrmætar minningar sem maður fær fyrir peninginn. Auk þess finnst mér ég sjá íþróttina með öðrum augum eftir að hafa séð hana í návígi (á þó erfitt með að skýra það nánar). Eitt get ég þó sagt, ég ætla að fara aftur!

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular