spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson hækkar um eitt sæti á styrkleikalista UFC

Gunnar Nelson hækkar um eitt sæti á styrkleikalista UFC

gunnar_UFC_dublin_weighIn_2014-1
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Nýr styrkleikalisti UFC var birtur fyrr í kvöld þar sem okkar maður fór úr 13. sæti yfir í 12. sæti. Conor McGregor hækkaði um tvö sæti og kemst á topp 10.

Styrkleikalisti UFC er uppfærður rúmlega 36 klukkustundum eftir hvern viðburð. Listinn er valinn af fjölmiðlafólki sem setja saman sinn lista yfir topp 15 keppendur í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Meistarinn í hverjum flokki er ekki á listanum heldur einfaldlega skráður sem meistari þannig að það má í raun segja að listinn samanstandi af topp 15 áskorendum í hverjum flokki.

Að þessu sinni hefur Gunnar Nelson hækkað um eitt sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og er nú í 12. sæti. Hann fer upp fyrir Mike Pyle en þeir áttu að berjast í maí í fyrra áður en Gunnar meiddist. Þetta er eina breytingin í veltivigtinni eftir helgina.

Conor McGregor hækkar um tvö sæti og er nú í 10. sæti og fer upp fyrir Jeremy Stephens og Dennis Bermudez. Allt bendir til þess að McGregor mæti Dustin Poirier seinna á þessu ári en hann er í 6. sæti í fjaðurvigtinni.

Screen Shot 2014-07-21 at 22.38.53

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular