spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson í horninu hjá Conor McGregor gegn Siver

Gunnar Nelson í horninu hjá Conor McGregor gegn Siver

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor mætir Þjóðverjanum Dennis Siver í aðalbardaganum á UFC Fight Night í Boston. Bardaginn fer fram sunnudaginn 18. janúar og mun Gunnar Nelson vera í horninu hjá Íranum snjalla.

Gunnar og Conor hafa æft saman um langt skeið hjá SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi en kapparnir hafa sama yfirþjálfara, John Kavanagh.

Bardaginn fer fram í Boston og mun Gunnar halda þangað á næstu dögum og verður í horninu hjá honum í bardaganum. Conor hefur lofað því að klára Siver innan tveggja mínútna og því er ólíklegt að Gunnar þurfi að veita honum mikla ráðgjöf milli lotna í bardaganum.

Bardagakvöldið fer fram í TD Garden í Boston og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular