Conor McGregor mætir Þjóðverjanum Dennis Siver í aðalbardaganum á UFC Fight Night í Boston. Bardaginn fer fram sunnudaginn 18. janúar og mun Gunnar Nelson vera í horninu hjá Íranum snjalla.
Gunnar og Conor hafa æft saman um langt skeið hjá SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi en kapparnir hafa sama yfirþjálfara, John Kavanagh.
Bardaginn fer fram í Boston og mun Gunnar halda þangað á næstu dögum og verður í horninu hjá honum í bardaganum. Conor hefur lofað því að klára Siver innan tveggja mínútna og því er ólíklegt að Gunnar þurfi að veita honum mikla ráðgjöf milli lotna í bardaganum.
Bardagakvöldið fer fram í TD Garden í Boston og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023