spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson á leið til Las Vegas til að æfa með Conor...

Gunnar Nelson á leið til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor

gunni og conor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson mun halda til Las Vegas á morgun þar sem hann mun æfa með Conor McGregor. Írinn skemmtilegi dvelur um þessar mundir í borginni og munu þeir félagar æfa saman í sérstakri einkaæfingaaðstöðu Lorenzo Fertitta, eins eiganda UFC.

Conor McGregor hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn í UFC og er fljótt orðin ein stærsta stjarnan í UFC. Hann hefur sigrað alla fjóra bardaga sína í UFC og mun næst mæta Dennis Siver þann 18. janúar í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri fær hann líklegast titilbardaga gegn fjaðurvigtarmeistaranum Jose Aldo. Vinsældir Conor hafa verið með ólíkindum og hefur hann fengið sannkallaða stjörnumeðferð. Fyrir bardaga sinn gegn Dustin Poirier á UFC 178 gisti hann í forsetasvítu á einu glæsilegasta hóteli Las Vegas.

Fertitta bræðurnir Lorenzo og Frank eiga stóran hlut í UFC en þeir eiga einnig nokkur spilavíti í borginni. Það er óhætt að segja að bræðurnir séu vel efnaðir en Lorenzo er mikill aðdáandi Conor.

Gunnar Nelson og Conor McGregor hafa æft saman um langt skeið og munu þeir æfa saman næstu tvær vikurnar í æfingaaðstöðu Lorenzo. Þar sem Lorenzo er mikill aðdáandi Conor mun hann væntanlega hugsa vel um strákana.

conor svíta
Conor McGregor í svítunni.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular