spot_img
Tuesday, January 7, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGunnar Nelson mætir Alex 'Cowboy' Oliveira á UFC 231 (staðfest)

Gunnar Nelson mætir Alex ‘Cowboy’ Oliveira á UFC 231 (staðfest)

Gunnar Nelson er kominn með staðfestan bardaga! Gunnar mætir Alex ‘Cowboy’ Oliviera á UFC 231 í Toronto í Kanada.

Gunnar Nelson mætir brasilíska kúrekanum þann 8. desember á UFC 231 í Scotiabank Arena höllinni. Alex Oliveira er í 13. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni á meðan Gunnar er í því 14.

Oliveira (19-5-1(2)) hefur átt góðu gengi að fagna í UFC. Oliviera kom inn í UFC árið 2015 og hefur síðan þá unnið níu bardaga, tapað tveimur og einn bardagi verið dæmdur ógildur. Af sigrunum 19 á ferlinum hefur hann klárað 13 bardaga með rothöggi og fjóra með uppgjafartaki. Þrjú af töpunum fimm hafa svo komið eftir uppgjafartök. Oliveira er skemmtilegur og villtur bardagamaður en hann hefur þrisvar fengið frammistöðubónus í UFC og einu sinni fengið bónus fyrir besta bardaga kvöldsins.

Gunnar Nelson hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í júlí 2017. Gunnar átti að mæta Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Gunnar hefur nú náð heilsu og fær hér stóran bardaga á stóru bardagakvöldi.

Brett Okomoto hjá ESPN greindi fyrst frá þessu í gærmorgun en nú hefur bardaginn verið staðfestur af hálfu UFC. UFC 231 er stórt bardagakvöld og verða tveir titilbardagar á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway mun þá verja titilinn sinn gegn Brian Ortega í geggjuðum bardaga og svo munu tvær af bestu bardagakonum heims, þær Valentina Shevhcenko og Joanna Jedrzejczyk, mætast um lausan titilinn í fluguvigt kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig bardagakvöldið lítur út en ekki er búið að ákveða endanlega uppröðun bardagakvöldsins.

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway gegn Brian Ortega
Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Valentina Shevchenko gegn Joanna Jedrzejczyk
Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Thiago Santos
Strávigt kvenna: Cláudia Gadelha gegn Nina Ansaroff
Millivigt: Eryk Anders gegnElias Theodorou
Léttvigt: Olivier Aubin-Mercier gegn Gilbert Burns
Bantamvigt: Brad Katona gegn Matthew Lopez
Veltivigt: Chad Laprise gegn Dhiego Lima
Léttvigt: John Makdessigegn Carlos Diego Ferreira
Fjaðurvigt: Hakeem Dawodu gegn Kyle Bochniak
Léttþungavigt: Devin Clark gegn Aleksandar Rakić
Fluguvigt kvenna: Katlyn Chookagian gegn Jessica Eye
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Alex Oliveira
Fjaðurvigt: Mirsad Bektic gegn Renato Moicano

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið