UFC staðfesti rétt í þessu bardaga Gunnars Nelson gegn Gilbert Burns í Danmörku. Burns kemur inn með skömmum fyrirvara í stað Thiago Alves.
Níu dagar eru í UFC bardagakvöldið í Kaupmannahöfn fari fram. 16 dögum fyrir bardagakvöldið kom í ljós að Thiago Alves gæti ekki barist. Gunnar Nelson átti upphaflega að mæta Thiago Alves en Alves þurfti að draga sig úr bardaganum vegna sýkingar og nýrnasteina.
Um leið og ljóst var að Alves gæti ekki barist var Gilbert Burns fljótur að henda nafninu sínu fram. Gunnar samþykkti bardagann í gærkvöldi og hefur bardaginn nú verið staðfestur.
Báðir samþykktu bardagann í síðustu viku en UFC tók sér sinn tíma að staðfesta bardagann formlega.
We got a fight! @GilbertDurinho steps in to face @GunniNelson at #UFCCopenhagen next week! Tickets ⤵️
— UFC Europe (@UFCEurope) September 19, 2019
🎟 https://t.co/BVagJupVqm pic.twitter.com/2bfkuXxRFb