spot_img
Sunday, March 2, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentGunnar Nelson: "Við verðum við öllu búnir"

Gunnar Nelson: “Við verðum við öllu búnir”

Gunnar Nelson staðfesti það á fimmtudag í samtali við MMA Fréttir að orðrómarnir um bardaga milli hans og Kevin Holland væru sannir. Samningarnir hafa ekki enn verið undirritaðir, aðeins munnlegt samkomulag, en “þetta er on” sagði Gunnar í viðtali við MMA Fréttir. Bardaginn mun fara fram á UFC Fight Night í London 22. mars nk.

Hinn 36 ára Gunnar Nelson hefur barist á atvinnumannastigi í blönduðum bardagalistum frá árinu 2007 en árið 2012 skrifaði hann undir hjá stærstu samtökunum á heimsvísu í íþróttinni, Ultimate Fighting Championship. Gunnar er á leiðinni í sinn 16. UFC bardaga og hefur hann sigrað 10 af þeim hingað til og aðeins þurft á úrskurði dómara að halda í 2 skipti. Flestir sigra hans hafa komið eftir uppgjafartak en Jiu Jitsu eru hans ær og kýr, þó hann hafi vissulega sterkan grunn úr Karate.

2 ár og örfáir dagar munu hafa liðið frá síðasta bardaga hans þegar hann stígur inn í búrið í mars en Gunnar hefur litlar áhyggjur af því þar sem hann er vanur að langur tími líði milli bardaga. Andstæðingur Gunnars, Kevin Holland, er aftur á móti þekktur fyrir mikla virkni og berst yfirleitt 3-4 sinnum á ári. Holland, sem kom inní UFC árið 2018, kom sér vel á kortið árið 2020 þegar hann barðist 5 sinnum og vann alla þá bardaga.

Gunnar er hæstánægður með hversu flottan andstæðing hann fékk í þetta skiptið og segir að Holland sé bæði góður standandi og í gólfinu. Gunnar gerir ráð fyrir að Holland reyni að nýta faðminn sinn, sparka í fætur og reyna að gera bardagann smá “messy” en Gunnar segist vera tilbúinn fyrir allt sem Holland gæti mögulega hent í hann. “Við verðum við öllu búnir” segir hann.

Gunnar sér tækifæri fyrir sig, eins og svo oft áður, í því að reyna að ná bardaganum í gólfið og hengja Holland. Holland er þó svartbeltingur sjálfur og enginn “slouch” í gólfinu eins og Gunnar segir, semsagt ekki þekktur fyrir neitt slor. “Jafnvel reynir hann að taka mig niður.” Það eru ekki margir sem reyna það og Holland gæti reynt að koma honum á óvart. Stíll Gunnars er alltaf að komast ofan á en hann er tilbúinn að standa líka. “Ef það kemur að því að við þurfum að standa í þrjár lotur þá verður það bara þannig”

Gunnar segir undirbúninginn hafa gengið vel sem hefur hingað til átt sér stað í Mjölni en hann mun einnig fara í æfingabúðir í SBG í Írlandi hjá John Kavanagh þjálfara sínum. Gunnar mun ferðast til Skotlands með keppnislið sitt á Goliath Fight Series þar sem einn af hans lærisveinum, Viktor Gunnarsson, fer í sinn fyrsta áhugamanna-titilbardaga 8. febrúar. Gunnar fer þaðan til Króatíu að æfa áður en hann endar í Írlandi og lýkur undirbúningnum þar.

Gunnar hefur æft statt og stöðugt þó langur tími hafi liðið milli bardaga. “Þetta snýst um að halda hjólinu snúandi” sagði hann, svo maður þurfi ekki að auka hraðann þegar maður fer af stað. Gunnar segir að með aldrinum sé erfitt að halda uppi sama tempó-i í æfingum en maður verður alltaf að halda sér í einhverju tempó-i og þá sé auðveldara að keyra upp hraðann þegar styttist í bardaga.

Spurður út í hvort bardaginn gegn Holland gæti orðið hans síðasti svaraði Gunnar að hann ætti erfitt með að komast að ákvörðuninni að hætta og ef vel gengur er hann mjög opinn fyrir því að halda áfram.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið