spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson sólbrenndur eftir sjóbretti

Gunnar Nelson sólbrenndur eftir sjóbretti

Gunnar Nelson er sem stendur í Mexíkó í æfingabúðum. Liðsfélagi hans, Cathal Pendred, undirbýr sig fyrir bardaga í Mexíkó og fara æfingarnar þar fram hátt yfir sjávarmáli.

Í gær, sunnudag, var tekið frí frá æfingum og héldu liðsfélagarnir á sjóbretti (e. wakeboarding). Á Twitter kvaðst Gunnar vera sólbrunninn eftir daginn og mun því einungis boxa í dag. Að glíma sólbrunninn þykir ekki sérlega góð skemmtun.

Cathal Pendred berst á UFC 188 þann 13. júní en bardaginn fer fram í Mexíkóborg, hátt yfir sjávarmáli. Af þeim sökum ákvað Pendred að dvelja í Mexíkóborg í nokkrar vikur fram að bardaga og hefur Gunnar dvalið þar undanfarna daga. Gunnar mun svo halda til Las Vegas eftir UFC 188 þar sem hann dvelur fram að bardaga sínum þann 11. júlí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular