Gunnar Nelson er sem stendur í Mexíkó í æfingabúðum. Liðsfélagi hans, Cathal Pendred, undirbýr sig fyrir bardaga í Mexíkó og fara æfingarnar þar fram hátt yfir sjávarmáli.
Í gær, sunnudag, var tekið frí frá æfingum og héldu liðsfélagarnir á sjóbretti (e. wakeboarding). Á Twitter kvaðst Gunnar vera sólbrunninn eftir daginn og mun því einungis boxa í dag. Að glíma sólbrunninn þykir ekki sérlega góð skemmtun.
I think i’ll just box tomorrow!! #sunburn #outonaboat #wakeboarding https://t.co/FVAgn83M8e pic.twitter.com/bIbpKDK70m
— Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 18, 2015
Cathal Pendred berst á UFC 188 þann 13. júní en bardaginn fer fram í Mexíkóborg, hátt yfir sjávarmáli. Af þeim sökum ákvað Pendred að dvelja í Mexíkóborg í nokkrar vikur fram að bardaga og hefur Gunnar dvalið þar undanfarna daga. Gunnar mun svo halda til Las Vegas eftir UFC 188 þar sem hann dvelur fram að bardaga sínum þann 11. júlí.
Active rest day #wakeboarding #burnedtoacrisp https://t.co/PkXJr8iYnE pic.twitter.com/b2vTSVUBP8
— Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 18, 2015