spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189

Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Uppröðun bardaganna á UFC 189 er nú komin á hreint og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins (e. main card). Bardaginn er fjórði síðasti bardagi kvöldsins.

Á númeruðu bardagakvöldum UFC eru síðustu fimm bardagar kvöldsins á Pay Per View hluta kvöldsins. Í Bandaríkjunum og víðar þarf að borga sérstaklega fyrir að horfa á þann hluta bardagakvöldsins á meðan aðrir bardagar eru ýmist á Fight Pass rás UFC eða á Fox Sports.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2, aðfaranótt sunnudags, en fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23. Bardagi Gunnars er annar bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins og ætti því að hefjast í kringum 2:30. Aðalhluti UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og stefnir allt í frábæra viðureign. UFC 189 fer fram eftir aðeins 19 daga og hefur enginn bardagamaður þurft að draga sig frá keppni á bardagakvöldinu enn sem komið er. Bardagakvöldið hefur því getað haldist óbreytt sem er mikið fagnaðarefni fyrir bardagaðadáendur.

Bardagi Jose Aldo og Conor McGregor verður aðalbardagi kvöldsins en erkifjendurnir berjast um fjaðurvigtartitilinn. Robbie Lawler mun verja veltivigtartitil sinn gegn Rory MacDonald í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið í heild sinni má sjá hér að neðan:

Aðalhluti bardagakvöldsins (main card) hefst kl 2.

Titilbardagi í fjaðurvigtinni: Jose Aldo gegn Conor McGregor
Titilbardagi í veltivigtinni: Robbie Lawler gegn Rory MacDonald
Fjaðurvigt: Dennis Bermudez gegn Jeremy Stephens
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn John Hathaway
Bantamvigt: Thomas Almeida gegn Brad Pickett

Fox Sports 1 Prelims

Veltivigt: Matt Brown gegn Tim Means
Veltivigt: Brandon Thatch gegn John Howard
Veltivigt: Mike Swick gegn Alex Garcia
Bantamvigt: Cody Garbrandt gegn Henry Briones

Fight Pass Prelims

Fluguvgt: Neil Seery gegn Louis Smolka
Léttvigt: Yosdenis Cedeno gegn Cody Pfister

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular