spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar niður í 14. sæti á styrkleikalistanum

Gunnar niður í 14. sæti á styrkleikalistanum

Gunnar Nelson féll niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista UFC sem kom út í vikunni. Gunnar situr í 14. sæti en Alex Oliveira tók sæti hans.

Gunnar Nelson hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í júlí 2017. Fyrir þann bardaga sat hann í 8. sæti en hefur fallið niður listann síðan þá.

Alex Oliveira var fyrir helgina í 14. sæti listans. Hann sigraði hins vegar Carlo Pedersoli á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo um síðustu helgi. Oliveira er búinn að vinna fjóra af síðustu fimm bardögum sínum og hækkar upp um eitt sæti á listanum eftir sigurinn. Pedersoli kom inn í stað Neil Magny en Magny var færður í bardaga gegn Santiago Ponzinibbio í nóvember.

Gunnar Nelson er því í 14. sæti listans. Hann hefur náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í apríl og er nú í leit að bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular