Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaHalldór Logi fór úr axlarlið í fyrstu glímu en hreppti samt gullið

Halldór Logi fór úr axlarlið í fyrstu glímu en hreppti samt gullið

 

fenrir
Mynd tekin af heimasíðu Fenris. Halldór Logi er lengst til vinstri.

Halldór Logi Valsson, úr Fenri á Akureyri, keppti á sterku glímumóti nýlega þegar hann tók þátt í NAGA í Birmingham. Á mótinu var bæði keppt í galla og án galla og tók Halldór þátt í hvoru tveggja.

„Allt í allt var ég frekar sáttur með árangurinn. No-gi hlutinn gekk ekkert alltof vel og þurfti ég að draga mig úr keppni vegna meiðsla eftir fyrstu glímu. Dagur tvö gekk mun betur og fór ég með sigur af hólmi eftir tvær hrikalega skemmtilegar og erfiðar glímur.“

Halldór lenti í því óheppilega atviki að fara úr axlalið á fyrsta degi en ákvað þrátt fyrir það að keppa daginn eftir í Gi-hluta mótsins og tókst á ótrúlegan hátt að sigra hann. „Ég ákvað af heimsku minni að taka þátt í Gi-hlutanum, því ég gat einfaldlega ekki setið á hliðarlínuni og horft á. Ég dældi í mig verkjatöflum daginn fyrir og um daginn. Ég fann þegar ég var að hita upp með Ásu [innsk. æfingafélagi Halldórs úr Fenri] að ég gat gert nokkrar hreyfingar fram á við með höndini án þess að finna svo mikið fyrir því, svo ég notaði þær aðallega. Ég keppti við tvo ruma, sá fyrri var 135 kg og sá seinni ekki nema 147 kg, svo þeir voru engin smá smíði og verð að viðurkenna að fyrirfram var ég svoltið stressaður fyrir öxlinni. En ég steig á mottuna, kláraði verkið og fór sáttur heim,“ segir Halldór en hann er fjólublátt belti í BJJ.

 

Mynd tekin af heimasíðu Fenris. Verðlaun helgarinnar.

Eftir stífar æfingar fyrir norðan í aðdraganda mótsins taldi hann sig vel undirbúinn fyrir átökin en segist þó ekki hafa lagt áherslu á einn hlut fram yfir annan í undirbúningnum. „Ég reyni oftast ekkert að vinna í neinu sérstöku fyrir mót, glími bara mikið og af hörku. Andinn í Fenri er þannig að fólk er alltaf til í að glíma og maður tók jafnvel 2-3 glímuæfingar á dag. Á degi eitt í mótinu fór ég ekki inn með neitt sérstakt ‘gameplan’ og geri það eiginlega aldrei. En á degi tvö vissi ég að ég vildi ekki lenda á botninum og vildi ekki vera standandi of lengi því það myndi setja óþægilegt álag á öxlina. Niðurstaðan varð fullt af lélegum skotum og hefði ég betur verið þolinmóðari.“

En hvernig lítur út með bata á öxlinni? „Sem betur fer lítur þetta betur út en ég hélt í fyrstu. Ég ætlaði að vera úti í viku í viðbót eftir mótið en fór heim til að láta skoða þetta. Ég fór í myndatöku á miðvikudaginn og læknarnir sögðu mér að þetta hefði sloppið frekar vel. Sem betur fer small öxlin bara úr og aftur í lið. Tognun og aumir vöðvar. Nú tekur við sjúkraþjálfun og vonandi getur maður bara snúið aftur á Grettismóitið!“. Grettismótið fer fram nú á laugardaginn kemur í Mjölniskastalanum.

Halldór hefur verið duglegur að ferðast erlendis á mót og til þess að æfa, en hvað er á döfinni í þeim málum hjá honum? „BJJ plönin eru nokkur. Ég er með nokkur föst plön og svo önnur sem ég er aðeins að fitla við. Í fyrsta lagi sé ég hvort öxlin verði búinn að jafna sig fyrir Grettismótið. Annars er stefnan sett á haustbúðirnar hjá BJJ Globetrotters núna í september en það eru æfingarbúðir þar sem Ingþór [Örn Valdimarsson, yfirþjálfari hjá Fenri] ásamt fleiri heimsþekktum þjálfurum á borð við Keenan Cornelius verða að kenna.

Síðan hef er ég að pæla að fara á London Open núna í október, taka því svo rólega það sem eftir er árs og keppa líklega bara innanlands. Á næsta ári langar mig síðan að fara til Bandaríkjana í 1-2 mánuði að æfa og ná kanski að keppa eitthvað með. Og mig dreymir síðan um að fara til El Salvador á Beach Camp hjá BJJ Globetrotters. Síðan er allt svo spontant og hoppa oftast bara á það sem lítur vel út.“

Við óskum Halldóri góðs gengis í framtíðinni og þökkum honum kærlega fyrir viðtalið.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular